Hvernig væri ef 2018 væri árið þitt ?

02/01/2018
Hvernig væri ef 2018 væri árið þitt ?

Þegar að áramótum kemur dettur alltaf inn umræðan um markmið, hver hefur ekki sett sér áramótarmarkmið ?

Ég amk er sek þar og skammast mín sko ekkert fyrir það. Áramótin eru nefnilega fínn mælikvarði.

Markmið geta náð yfir öll svið lífsins. Prófaðu, hvenær hefur það virkað verr að skipuleggja hlutina?

 

Veldu þér 10 markmið

Markmið sem innihalda eitthvað sem þú virkilega þráir, ekki eitthvað sem þú gætir mögulega gert eða ættir jafnvel að vera að gera.

Skrifaðu markmiðin niður og afhverju þetta er það sem þig langar.

Settu upphafsdag og lokadag á skjalið og hafðu svigrúm til að merkja við með stóru × þegar þú hefur náð markmiðinu.

Hver er ávinningurinn af því að ná þessum markmiðum?

Þarf ekkert að vera flókið, smá skipulag og þú veist hvert þú ætlar að halda.