Frábært að eiga í nokkra daga

Chia hamp grautur sem kemur þér á hærra plan

  , , , , ,

janúar 14, 2017

Chia grauturinn finnst mér vera frábær viðbót í morgun- og milliverðar hlaðborðið. Chia fræin eru stútfull af næringu þau innihalda yfir 60% Omega 3 fitusýrur. Chia fræin eru einnig frábær próteinuppspretta og inniheldur meira prótein magn en nokkur önnur fræ- eða korntegund. Chia fræin soga í sig níufalda þyngd sína af vatni sem hjálpar mikið til við að viðhalda vökvajafnvægi í líkamanum. Chia fræin innihalda einnig mikið magn B vítamín.

 

Með því að leyfa fræjunum að drekka í sig möndlumjólkina verða þau guðdómlega góð, ég hef prófað að leggja þau í vatn og það er bara alls ekki það sama, ég segi það satt, prófaðu.

Ingredients

1 bolli möndlumjólk

1 bolli chia fræ

1 msk hampfræ

1 tsk hrein vanilla

1 tsk hunang eða 2 dropar stevia ef þú kýst smá sætleika

1/2 epli

1/4 banani

1 msk mönduluflögur

Directions

1Hellið mjólkinni í skál og bætið chia fræjunum, hamp fræjunum, vanilluduftinu og sætuefnunum út í.

2Hrærið í af og til á meðan fræin eru að drekka í sig vökvann (ca. 15 - 20 mín).

3Hrærið ávöxtum ásamt kanilnum saman við og njótið!

4Chia grauturinn geymist í kæli í 3 dag og er því fábær til að taka með í vinnuna eða skólann og er mjög fljótlegur og næringarríkur morgunmatur.

00:00