Ég elska að borða matarmiklar súpur. Þessi er gerð mjög reglulega hér og alltaf jafn vinsæl. Stundum geri ég extra mikið, sérstaklega af súpum þar sem þær eru snilldin ein i nesti. Skammta i box eða poka og skella í frystinn.

Matarmikil kjúklingasúpa

  , , , ,

janúar 14, 2017

Ingredients

1 kjúklingur, britjaður niður (fínt að sjóða hann með beinunum til að fá kraft úr þeim)

1,5 liter vatn

2 teningar kjúklingakraftur

1/4 tsp timian / blóðberg

3 sellerí stönglar, skornir í munnbita

6 gulrætur, skornar í munnbita

1 laukur

1 tbsp fersk steinselja, hökkuð

1 lárviðarlauf

sjávarsalt og nýmulinn pipar til að braðgbæta

Directions

1Skellið 5 fyrstu innihaldsefnunum í pott. Náið upp suðu og látið malla í 45 mín eða þar til kjúklingurinn er gegnum soðinn.

2Fjarlægið kjúklinginn úr soðinu ásamt sellerí stönglunum.

3Hreinsið soðið af fitu þannig að það sé þokkalega tært. Bætið 0,5 l af vatni út í og næstu 5 innihaldsefnum, náið upp suðu og látið malla í 20 mín.

4Beinhreinsið kjúklinginn og skerið niður í munnbita og bætið aftur út í soðið.

5Sjóðið áfram í 5 mín

6Fjarlægið lárviðarlaufið. Berið fram og njótið

00:00