Möndlur eru mjög kalk, járn og prótein ríkar ásamt því að vera ríkar af E vítamíni sem er svoooo gott fyrir húðina, hárið og neglurnar, kalsíum til að styrkja beinin, magnesíum sem hjálpar þreyttum nýrnahettum,  Þær hjálpa til við að koma reglu á kólestrólið, þær innihalda góða uppsprettu af hollri fitu ásamt próteini og geta þar af leiðandi veitt okkur saðsemis tilfinningu ásamt því að halda blóðsykrinum stöðugum lengur.

Möndlumjólk

  , , , ,

janúar 14, 2017

Möndlur eru mjög kalk, járn og prótein ríkar ásamt því að vera ríkar af E vítamíni sem er svoooo gott fyrir húðina, hárið og neglurnar, kalsíum til að styrkja beinin, magnesíum sem hjálpar þreyttum nýrnahettum,  Þær hjálpa til við að koma reglu á kólestrólið, þær innihalda góða uppsprettu af hollri fitu ásamt próteini og geta þar af leiðandi veitt okkur saðsemis tilfinningu ásamt því að halda blóðsykrinum stöðugum lengur.

  • Prep: 12 hrs

Ingredients

1 bolli möndlur

3-4 bolli vatn

2-4 döðlur

1 tsk hrein vanilla

Directions

1Leggið möndlurnar í bleiti yfir nótt eða í 8-12 tíma fyrir notkun.

2Möndlurnar og helmingnum af vatninu skellt í blandara og blandað í 1 mín, þrisvar sinnum (ástæðan fyrir 1 mín þrisvar sinnum er svo þú bræðir ekki úr blandaranum, leyfðu honum því að kólna aðeins á milli). Bættu síðan restinni af vatninu út í en sjáðu til hvort þú vilt nota 3 eða 4 bolla, en það fer eftir því hversu bragðmikla og þykka mjólkina þú vilt hafa.

3Ef þú vilt hafa mjólkina tæra þá er málið að sigta hana með því að hella henni í gegnum spírupoka sem þú getur til dæmis fengið hjá Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra, eða þá bara nælonsokk eða taubleiju. Þegar ég geri möndlumjólk til að nota í grauta og sjeika þá síja ég hana ekki því ég vil hafa hratið með en ef hún er eingöngu notuð til drykkja þá síja ég hana og geymi hratið síðan til að baka úr.

4Möndlumjólkina má frysta og hún geymist vel í kæli í lokaðari flösku í um 5 daga

00:00