Ristaðar kjúklingabaunir
glútenlaust, góðgæti, meðlæti, millimál, mjólkurlaust, vegan
apríl 18, 2017
Kjúklingabaunirnar hafa yndislegt bragð sem líkist bragði af hnetum og áferð sem er mjölkennt en samt mjúk. Þær eru ríkar af trefjum, sem og eru góð uppspretta próteins.
Cayenne örvar ... já þessi yndislegi ávöxtur hann örvar, hann er rótsterkur á bragðið og er því ekki að furða. Hann örvar meltingarveginn sem og blóðflæði og hefur verið notaður í heimalækningar fyrir væg einkenni af of háum blóðþrýstingi og of háu kólestróli í blóði. Cayenne piparinn kemur nebla sem ágætis forvörn í því að blóðflögurnar nái að hlaupa í kekki og safnist saman í blóðinu, hjálpar þannig við það að blóðið flæði frekar óhindrað.
- Prep: 20 mins
- Cook: 35 mins
Directions
1Setjið kjúklingabaunirnar í sigti og skolið vel undir köldu rennandi vatni og leyfið þeim að þorna lítillega.
2Blandið saman innihaldsefnunum og blandið síðan vel saman við kjúklinabaunirnar þannig að þær séu allar vel húðaðar.
3Dreyfið á bökunarplötu með bökunarpappír á og ristið í 200 gráðu heitum ofni í 30-40 mín. Hrærðu í þeim á ca 10 mín fresti svo þær brenni ekki.
4Berist fram kaldar.