Yndislega góður búðingur hvort sem er í eftirréttinn eða morgunmat.

Suðrænn kókosmangó chia búðingur

  , , , , , ,

apríl 18, 2017

Yndislega góður búðingur hvort sem er í eftirréttinn eða morgunmat.

  • Prep: 40 mins
  • Cook: 30 mins

Ingredients

Chia búðingur

1 dós kókosmjólk

6 msk chia fræ

1 msk hunang

2 msk kókosmjöl

vanilla

kanill

Kókosmangó þeytingur

1 mangó eða 1 1/2 bolli frosið mangó

2 msk hunang

3 msk kókosmjöl

3 msk kókosflögur til að toppa með

Directions

Chia búðingur

1Hrærið öllu saman í skál eða í blandara og hyljið með matarfilmu í kæli í um 4 klst, hrærið aftur áður en vinna á með búðinginn.

Kókosmangó þeytingur

1Blandið öllu saman í blandara og kælið í um klst ef ferskt mangó er notað.

2Síðan er bara að búa til lögin, ég setti kókosmangóþeytinginn fyrst og síðan chia búðinginn og svo koll af kolli og skellt síðan ristuðu kókosflögunum ofan á.

Guðdómlega gott

00:00