Shop
Product Details

Æfðu heima

16,500 kr.

Æfðu heima er markviss styrktar, hreyfanleika og nudd prógramm sem er algjörlega sniðið að þér.

Prógrammið nær yfir 4 vikur og inniheldur:

Æfingaáætlun

Nuddáætlun

Heilsufarsskýrslu

Bók

Matseðil

Markmiðasetningu

Leiðbeiningar varðandi mælingar á árangri

Matardagbók

Vikulegt endurmat

Lýsing

Æfðu heima er sérsniðið prógramm að ástandinu í þjóðfélaginu í dag.

Prógrammið er 4 vikur og inniheldur:

*Æfingaáætlun

*Nuddáætlun

*Heilsufarsskýrslu

*Bók

*Matseðil

*Markmiðasetningu

*Leiðbeiningar varðandi mælingar á árangri

*Matardagbók

*Vikulegt endurmat

Æfðu heima er faglega sérhæfða fjarþjálfun sem unnin er út frá því að við séum öll einstök.

Í þjálfarateymi trainer.is  eru þaulþjálfuðir og menntaðir þjálfarar, heilsumarkþjálfar og sérhæfður heilsunuddari með sérþekkingu á álags- og verkjasvæðum.

Í grunninn fyllir þú út heilsufarsskýrslu.

Skýrslan er einskonar heilsufarsmat þar sem farið er yfir heilsufar, mataræði og líkamsástand.

Skýrslan miðar að því að þjálfarar Trainer.is geti gert sér vel grein fyrir því hvaða ferli fer í gang.

Allar þjálfunaráætlanir okkar eru sérsniðnar að þér, þínum markmiðum og þjálfunaraðstöðu, hvort sem þú ert byrjandi eða í afreksþjálfun. Við leggjum mikið upp úr grunnstyrktarþjálfun sem og sjálfsnuddi sem miðar að því að losa upp trigger-punkta sem myndast geta í vöðvum og valdið eymslum, bólgum og truflun á hreyfiferlum. Áætlunin miðar að því að bæta veikleika þína og laga líkamsstöðu.

Æfingarnar eru einstaklingsmiðaðar til að ná sem bestum árangri. Þegar hugsað er um heilsu og almennt heilbrigði er mikilvægt að átta sig á einstaklingsþörfum og því að sama prógramm virkar ekki eins fyrir alla. Til að átta okkur betur á þínum þörfum er mikilvægt að við fáum ítarlega heilsufarskýrslu og hverju þú sækist eftir til að styðja þig í að ná þínum markmiðum og hámarka þann árangur sem hver ólíkur einstaklingur sækist eftir

Þegar þú hefur skilað inn skýrslunni förum við yfir hana, höfum samband og mótum ferlið í kringum þig. Þú færð síðan sendan matseðil og þjálfunaráætlun innan fjögurra sólarhringa.

Nauðsynlegur búnaður : nuddbolti, dýna, teygjur