Skilmálar

Vinsamlegast kynntu þér eftirfarandi viðskiptaskilmála, það fyrirbyggir misskilning og stuðlar að góðum samskiptum til framtíðar.

Þessir skilmálar gilda um sölu á fjarþjálfun, þjálfunar áskrftin ásamt annari þjónustu sem Trainer.is hefur upp á selja til neytanda.

Skilafrestur
Þar sem um ræðir rafræna þjónustu er ekki möguleiki á að fara fram á endurgreiðslu  á þjónustu, einungis er hægt að segja upp áskrift og tekur þá uppsagnartímabil við.
Ef galli kemur fram í gögnum eða gögnin standast ekki kröfur neytanda vinsamlegast hafið samband við trainer@trainer.is

Verð
Verð á þjónstu sem Trainer.is hefur upp á að bjóða eru öll í íslenskum krónum, Trainer.is áskilur sér rétt til þess að breyta verði án fyrirvara.

Greiðslur

Trainer.is tekur á móti öllum greiðslumátum, greiðslur fara fram á vegum Teyga Iceland ehf inn á sértæku öryggissvæði sem er á þeirra vegum.
Repeat sér um utan um hald á áskrift, á innra vef finnur þú kvittanir og nánari upplýsingar.

Millifærslur

Ekki er í boði að greiða með millifærslu, vinsamlegast hafið samband við trainer@trainer.is

 

Greiðslur
Allir samningar eru ótímabundnir samningar nema annað sé tekkið fram, allir eru þeir fyrir fram greiddir. Samningar fara fram í  gegnum vefverslun á vefsíðu Trainer.is

Tímabundin fjarþjálfun áskrift gilda frá dagsetningu áskriftar og renna út að því loknu á sama degi og upphafsdagur fjarþjálfunar hefst. Tímabundnum áskriftum er ekki er hægt að segja upp meðan á tímabili stendur.

3 mánaðar áskrift í fjarþjálfun er ekki hægt að segja upp meðan á gildistíma stendur.
6 mánaðar áskrift í fjarþjálfun er ekki hægt að segja upp meðan á gildistíma stendur

12 mánaðar áskrift í fjarþjálfun er ekki hægt að segja upp meðan á gildistíma stendur

Þjálfunargjöld eru óafturkræf óháð nýtingu á þjónustu hjá Trainer.is

Ótímabundinni þjálfunar áskrift skal segja upp fyrir 20. hvers mánaðar og rennur þá út mánaðarmótin eða á þeim degi sem samþykki samningsins var samþykktur af báðum aðilum í gegnum vefverslun eða í gegnum skriflegt emails.

Það er á ábyrgð kaupanda að seljandi staðfestir uppsögnina, ekki er hægt að krefjast endurgreiðslur aftur í tímann.

Dæmi: Þann 20. júlí 2025  segir þú upp ótímabundinni þjálfunar áskrift sem var keyptir þann 17. Apríl 2025, þá væri síðasti greiðsludagur áskriftar þann 1. júlí en þú hefðir aðgang virkan til 30 júlí, ef að uppsögn kemur 21 júlí 2025 þá gildir app áskriftinn til 31 ágúst og er síðasti greiðsludagur þar af leiðandi 1 ágúst.

Uppsagnir þjálfunar áskrift skal berast skriflega á netfangið trainer@trainer.is

Trainer.is áskilur sér rétt til verðbreytinga. Allar breytingar á verðskrá sem fela í sér umtalsverðar hækkanir umfram verðlagsþróun mun Trainer.is tilkynna virkum meðlimum með minnst eins mánaðar fyrirvara, það er á ábyrgð áskrifanda að fylgjast með tilkynningum.

Ótímabundinn þjálfunar áskrift

Tengin á prógrömmum við Trainer.is appið getur tekið allt að 24 tíma vegna tæknimála

Samskipti inn í appinu við þjálfara getur tekið allt að 24 tíma að fá svar við en skert þjónusta getur líka verið um helgar eða rauðum frídögum.

Þjálfunar áskrift er eingöngu fyrir ein einstakling, ekki er leyfilegt að samnýtta aðganginn.

Ef stöðluð æfingar prógrömm er um að ræða sem gilda í ákveðinn tíma lokast á þau 3 vikum eftir að þeim líkur, hægt er að hafa samband við Trainer.is til að láta opna fyrir þau aftur fyrir tiltekið gjald.

Ef ekki næst að innheimta greiðslur á korti viðkomandi aðila þá er sendur úr viðvöðuruna email á kaupanda áskriftar og ef ekki er brugðist við viðvörum ámingu er krafa send í heimbankan viðkomandi kaupanda, einnig á við ef ekki hefur náðst að rukka aftur í tímann.

Afsláttar kóðar

Enginn afsláttar kóðar eru í boði á sölusíðu Trainer.is, vinsamlegast hafið samband við trainer@trainer.is ef óskað er eftir verðtilboði í verkefni.

Aðrar upplýsingar

Trainer.is áskilur sér rétt til þess að afturkalla pöntun vegna ýmissa tilfallandi aðstæðna, þá má helst nefna við eftir farandi aðstæður eins og rangar verðupplýsingar, rangar greiðsluupplýsingar eða vara keypt í leyfisleysi, einnig áskilur Trianer.is að aftur kalla pöntun án frekkari skýringar.

Við pöntun er fyllt út upplýsingar nafn, netfang, og heimilisfang, eftir pöntun samþykkir kaupandi skilmála ásamt að samþykkir persónuverndarstefnu.

Trainer.is ábyrgist að farið sé með þessar upplýsingar sem trúnaðarmál og þær verði ekki látnar þriðja aðila í té en mikilvægt að kynna sér persónuverndarstefnu sem er hér neðar í skilmálum.

Að lokum
Höfundar á gögnum í vefverslun eru Guðjón Ingi Sigurðsson eiganda Trainer.is, Factus ehf sér um rekstur og utan um hald á vefnum Trainer.is
Gögn frá Trainer.is eru afhent í gegnum tölvupóst en einnig má nálgast þau á innri vef/appi sem Trainer.is hefur upp á að bjóða í sinni þjónustu.
Innihald vefsíðurnar Trainer.is, að meðtöldu öllu efni og innihaldi innra vef/appi Trainer.is, er varið samkvæmt höfundaréttar- og vörumerkjalögum á Íslandi og þeim lögum sem kunna að gilda á öðrum stöðum.
Öll réttindi á rafrænum gögnum eru áskilin til höfundar, Dreifing á gögnum er óheimil.
Gögn sem afhent eru má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta til eða í heild, án skriflegs leyfis frá höfundi.

Lög og varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur á grundvelli þessara skilmála, verður slíkum ágreiningi einungis vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

Ef spurningar vakna vinsamlegast hafið samband, trainer@trainer.is

Eigandi Trainer.is er Factus ehf (K;5211120850)