Um Trainer
Fjarþjálfun hjá Trainer.is – Fagleg, fjarþjálfun
Trainer.is hefur verið leiðandi á íslenskum heilsumarkaði síðan 2015 og hefur aðstoðað fjölda viðskiptavina að bæta heilsu sína á heilbrigðan og sjálfbæran hátt.
Trainer.is býður upp á vandaða fjarþjálfun með persónulegum aðhaldi, þar sem fagleg vinnubrögð eru í forgrunni.
Með áskrift á fjarþjálfun færðu aðstoð við að búa til faglega æfinga- og næringaráætlun sem er sett saman út frá þínum markmiðum. Ég veiti faglegan stuðning á hverju stigi ferilsins, og aðstoðum þig við að ná árangri – óháð því hvaða markmið þú setur þér.
Trainer.is appið er hannað til að hjálpa þér að ná markmiðum þínum og halda þér á réttri braut á þínu heilsuferðalagi. Með Trainer.is appinu færðu aðgang að æfingum, myndböndum, fræðslu, uppskriftum og miklu meira – allt saman á einum stað.
Eftir að skráningu er lokið færðu spurningar lista í Trainer.is appið sem þú svarar af þinni bestu getu.
Hvað er innifalið?
- Æfingaáætlun: Vel skipulögð æfingaráætlun tekur af óvissu og tryggir að þú vitir nákvæmlega hvað þú átt að gera á hverri æfingu, sem gerir æfinguna þína skilvirkari og árangursríkari.
- Æfingamyndbönd: Gæðamyndbönd með faglegri útskýringum sem hjálpa þér að framkvæma æfingarnar með réttri tækni
- Aðgangur að þjálfara: Á meðan þú ert með áskrift hefur þú aðgang að þjálfara í gegnum Trainer.is appið og email. Þú getur sent spurningar og fengið persónulega aðstoð þegar þú þarft á henni að halda.
- Næringaráætlun: Rétt næring er lykilatriði til að ná árangri. Ég hjálpa þér að skipuleggja og stilla næringuna á þann hátt sem hentar þínum markmiðum og tryggjum að þú fáir sem bestan árangur í ferlinu.
-
Regluleg eftirfylgni: Ég fylgist reglulega með þínum árangri og sendi þér reglulega stöðutékk í gegnum Trainer appið. Þetta tryggir að þú haldir áfram á réttri leið og fáir viðeigandi ráðleggingu þegar þú þarft á þeim að halda.
-
Stöðumat; Regluleg stöðumat er tekið til að fylgjast með þínum framfaraferli
-
Matardagbók: Hægt er að fylla inn í matardabók til að halda utan um nærginuna inn í appinu, hentar vel þeim sem vilja halda utan um æfingarnar og næringuna allt á einum stað.
-
Efnissafn: Aðgangur að umfangsmiklu efnissafni sem inniheldur uppskriftir, fræðsluefni, markmiðasetningu og fræðslumyndbönd, sem allt hjálpar þér að ná betri árangri í ferlinu.
-
Macro útreikningar: hægt er að fá út reiknað þína Marcos þörf (prótein, kolvetni, fita) fyrir þig, sem auðveldar þér að ná betri árangri og skýrar markmið í næringunni.
Trainer.is app Áskrift
Kosturinn við að hafa vandað æfingar prógramm með sér í ræktina einfaldar þér lífið svo mikið að vera með hnitmiðað plan í ræktina svo þú sért ekki að ráfa um og veist ekki hvað þú átt að gera.
Gott æfingar prógramm hjálpar þér að vera með góða einbeitingu sem er lykilil að ná meiri árangri í ræktinn og þarf að leiðandi þarftu ekki að spá í hvað er næsta skref á æfingunni.
Æfingarnar eru með áherslu á fjölbreytta upphitun bæði þol og hreyfiteygjur, síðan er lögð áhersla á styrk síðan í lok æfingar er lögð áhersla á niðurlag æfingarnar.
Trainer.is app áskrift hentar öllu þar sem þú er með allt sem þú þarft á þínum árangri á einum stað.
Hvað er innifalið?
- Æfingaáætlun: Vel skipulögð æfingaráætlun tekur af óvissu og tryggir að þú vitir nákvæmlega hvað þú átt að gera í hverri æfingu, sem gerir æfingarnar skilvirkari og árangursríkari.
- Æfingamyndbönd: Gæðamyndbönd með faglegri útskýringum sem hjálpa þér að framkvæma æfingarnar með réttri tækni
- Aðgangur að þjálfara: Á meðan þú ert með áskrift hefur þú aðgang að þjálfara í gegnum Trainer.is appið
- Matardagbók: Hægt er að fylla inn í matardabók til að halda utan um nærginuna inn í appinu, hentar vel þeim sem vilja halda utan um æfingarnar og næringuna allt á einum stað
- Efnissafn: Fjölbreytta fræðslu ásamt uppskriftum, fræðsluefni og kennslu video á Trainer.is appið
Enginn binditími, enginn uppsagnarfrestur á áskrift Trainer.is
Aðilinn á bakvið Trainer.is
Guðjón Ingi Sigurðsson heiti ég og er þjálfarinn á bakvið Trainer.is.
Ég er menntaður sem ÍAK einkaþjálfari og styrktarþjálfari, með djúpan skilning á bæði almenni þjálfun og markvissri þjálfun fyrir íþróttafólk.
Eftir útskrift úr ÍAK árið 2013 hóf ég störf sem einkaþjálfari en starfaði sem slíkur þar til ég og stofnaði svo Train Station árið 2018 til byrjun árs 2025.
Þar hef ég byggt upp öflugt samfélag þar sem fólk af ólíkum bakgrunni kemur saman með eitt markmið: að vaxa og dafna í gegnum hreyfingu, heilbrigðan lífsstíl og jákvæða sjálfsmynd.
Íþróttir hafa verið stór hluti af mínu lífi frá unga aldri, ég spilaði handbolta með Haukum til 32 ára aldurs og hef samhliða mínum eigin ferli komið að þjálfun bæði ungmenna og meistaraflokka.
Þá hef ég einnig sinnt styrktarþjálfun afreksíþróttafólks, þessi reynsla hefur kennt mér mikilvægi einstaklingsmiðaðrar nálgunar og þolinmæði í ferlinu – bæði í íþróttum og daglegu lífi.
Fyrir mér snýst góð þjálfun ekki aðeins um líkamsrækt – hún snýst um að byggja upp sjálfstraust, venjur og lífsstíl sem skilar árangri til lengri tíma. Hvort sem þú ert að stíga fyrstu skrefin eða stefna á toppinn – þá er ég hér til að styðja þig á þinni vegferð.
Fyrir mér snýst góð þjálfun ekki aðeins um líkamsrækt – hún snýst um að byggja upp sjálfstraust, venjur og lífsstíl sem skilar árangri til lengri tíma. Hvort sem þú ert að stíga fyrstu skrefin eða stefna á toppinn – þá er ég hér til að styðja þig á þinni vegferð