Trainer - Guðjón Ingi Sigurðsson

Details Page
Guðjón Ingi Sigurðsson

Guðjón Ingi Sigurðsson

Einkaþjálfun, fjarþjálfun, næringaþjálfun, Personal Trainer
Guðjón Ingi er 28 ára metnaðarfullur ungur maður á uppleið, annar eigandi trainer.is og Train Station. Guðjón er menntaður ÍAK einkaþjálfari sem og ÍAK styrktarþjálfari frá Íþróttaakademíunni ásamt því að vera með grunn úr handbolta, en hann hefur spilað handbolta í 20 ár. Einnig hefur Guðjón keppt í olympískum lyftingum eftir að hafa stundað þær […]

Guðjón Ingi er 28 ára metnaðarfullur ungur maður á uppleið, annar eigandi trainer.is og Train Station.

Guðjón er menntaður ÍAK einkaþjálfari sem og ÍAK styrktarþjálfari frá Íþróttaakademíunni ásamt því að vera með grunn úr handbolta, en hann hefur spilað handbolta í 20 ár. Einnig hefur Guðjón keppt í olympískum lyftingum eftir að hafa stundað þær í 10 ár.

Áhugasvið Guðjóns eru hreyfing og almenn heilsa og er hann því í draumastarfinu hvað það varðar. Guðjón stundar og spilar handbolta af fullum krafti og hefur mikla ástríðu fyrir lyftingum og er með 12 ára reynslu á bakinu í lyftingum. Guðjón hefur verið duglegur að viða að sér þekkingu í lyftingum og hefur fengið að læra frá topp þjálfurum hérna heima sem og afreks þjálfurum erlendis frá.
Ef nefna ætti toppana þá eru það Tom Delong sem hefur komið við á ýmsum sviðum lyftinga í Bandaríkjunum og einnig Dietmar Wolw, þjálfara Norska lyftingar sambandsins sem hefur náð undraveðum árangi með þeim. Guðjón lauk námi í Program design hjá Ian Jeffreys og þar opnaðist nýr heimur fyrir honum í gerð æfingaáætlana.

Fyrir utan störft sín hjá trainer.is og 10 vikum starfar Guðjón einnig sem einkaþjálfari í Sporthúsinu ásamt því að taka að sér styrktarþjálfun afreksíþróttamanna hvort sem er sérhæfð þjálfun eða hjá íþróttarfélögum á borð við Fjölnir (Mfl.Kvk), Haukar (Afreksskóli) og Víkingur (Mfl. KK og Kvk) en þar hefur hann aðalega verið að vinna með handbolta liðunum. Einnig hefur hann verið að vinna með ungum afreksíþróttamönnum í fótbolta hjá KEP Akademí.