Næringarþjálfun

Næringarþjálfun hjá trainer.is er einstök og spennandi nýjung í heilsugeiranum.

Þekking okkar mun hjálpa þér að finna út hvað er best fyrir þig!

Í stað þess að einblína á hitaeiningar, kolvetni, fitu, prótein og það sem þarf að forðast, þá leggjum við áherslu á að viðskiptavinir okkar skapi sér sína eigin hamingju og heilbrigt líferni sem er sveigjanlegt, skemmtilegt og án afneitunar, öfga og aga. Við leggjum mikinn metnað í kenna skjólstæðingum okkar lífstíl og ferla sem nýtast út ævina.

Það er ekki til nein ein gerð mataræðis sem virkar fyrir alla. Við munum leiða þig áfram í að finna þá næringu og lífstíl sem best styður við þig og þínar þarfir. Markmiðið er að gera þínar óskir að veruleika.

Viðtölin er dýrmætur hlekkur. Í viðtölunum og símtalinu náum við að kafa síðan enn dýpra í það hvað það er sem þú virkilega vilt og hvað það er sem heldur aftur af þér, setjum raunhæf markmið, tökum mælingar og vigtun.

Ásamt því að vera í sambandi í gegnum matardagbókina sendum við út fróðleik að lámarki vikulega ásamt vikulegu endurmati, sem er ótrúlega öflugt tæki, jafnt fyrir þig sem okkur, til að fylgjast með árangri þínum skref fyrir skref á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.

NÆRINGARÞJÁLFUN

10 vikur
 • Þrjú viðtöl og mælingar hjá þjálfara/skype viðtöl
 • Heilsufarsskýrsla
 • Sérhæfð leiðrétting út frá skýrslu og viðtali
 • Markmiðasetning / markþjálfun
 • Matseðill sniðinn að þínum þörfum
 • Matardagbók
 • Hvatning
 • Eftirfylgni
 • Fróðleikur
 • 150 bls bók með öllu sem þú þarft að vita í grunninn ásamt 100 uppskriftum
 • 10 daga hreinsun
 • Vikulegt endurmat
 • Aðgangur að þjálfara í gegnum trainer@trainer.is
 • Vikulegur póstur sem inniheldur endalausan fróðleik
 • Facebook grúbba

Verð: 28.000

Panta Næringarþjálfun