Hnetur, fræ og baunir eru oft sett í sama flokk. Veist þú muninn ?
Oft geta hnetur verið óþols eða ofnæmisvaldur og þá á fólk til að dæma bara allt heila klabbið í hnetulíki. Þegar þú lítur yfir listann: Möndlur, kasjú hnetur, hörfræ, jarðhnetur, graskersfræ, sesamfræ, valhnetur og sólblómafræ svo eitthvað sé upptalið þá er þetta nokkuð skýrt í íslenskunni okkar en þetta er þó ekki jafn ljóst í ensku nöfnunum.
„All nuts are seeds, but not all seeds are nuts…. and some nuts, like peanuts, aren’t even nuts – they are peas“
Frá náttúrunnar hendi eru fræ með agnarsmáan dindil, svo kallað fræ sem getur orðið til þess að fræið spíri. Hnetur hafa ekki þennan eiginleika.
Hnetur innihalda yfirleitt eitt eða tvö fræ á meðan fræ eru bara fræ og eru því smærri
Hnetur vaxa á trjám og eru harðskelja ávextir. Hnetur opnast ekki af sjálfum sér. Þær innihalda mikilvæg næringarefni fyrir manninn. Þær innihalda td. prótein, vítamín, steinefni og fitu.
Grænmeti er oftast hylki fyllt með fræjum sem opnast þegar þau eru til búin til uppskeru. Fræ eru rík af próteini, B vítamíni, fitu og trefjum.
Algengur misskilningur er að fólk flokki jarðhnetur sem hnetur, en þær til baunaflokknum.
Einnig er algengur misskilningur að flokka möndlur sem hnetur.