Jákvæð sjálfsmynd

28/12/2019
Jákvæð sjálfsmynd

Jákvæðar staðhæfingar

Staðhæfingar eru ákaflega öflugar.  Þær eru frábær verkfæri sem geta hjálpað þér að byggja upp sjálfstraust, framkalla jákvætt og bjartsýnt viðhorf; breyta óæskilegum skoðunum og hegðunarmynstri í ný sem þú velur, til að draga inní líf þitt það sem þig langar. 

Jákvæðar staðhæfingar geta hjálpað þér að stjórna streitu. Þær geta virkað eins endurforritun fyrir hugann.

Staðhæfingar eru jákvæðar setningar sem þú skrifar niður og endurtekur síðan að vild. Gott er að fara upphátt með staðhæfingarnar kvölds og morgna og gera það að rútínu. Hugsaðu um öll svæði í lífi þínu þar sem þú vilt gera breytingar. Þig gæti langað til að bæta sambandið við makann, efla heilsuna eða vinna með fjármálin.  Staðhæfingar er góður upphafs punktur að velgengni, samhliða öðrum frábærum verkfærum.

Útbúðu lista yfir jákvæðar staðhæfingar sem lýsa óska stöðunni og tengjast markmiðum þínum. Það er betra að nota stuttar staðhæfingar sem auðvelt er að muna. Notaðu alltaf jákvæð orð. Láttu jákvæðu staðhæfingarnar vera einfaldar og afdráttalausar. Staðhæfingar skulu vera í nútíð.

Staðhæfing er yfirlýsing á staðreynd eða því sem þú vilt trúa. Ef staðhæfingin er rétt sett fram þá á hún að framkalla mynd í huga þínum af þér þegar þú hefur náð markmiði þínu.  Staðhæfingarnar þína eru verkfærin þín til að viljandi beina þér í rétta átt og halda þér á réttri braut.

Byrjaðu að nota jákvæðar yfirlýsingar í dag til að laða að velgengni á öllum sviðum lífs þíns: fjáhagslega, vinnu, sambandi og fleiri.

Ég er þakklát fyrir síbatnandi heilsu, styrk og lífskraft. Nú nýt ég ljómandi góðrar heilsu.
Ég er þakklát fyrir að eiga innihaldsríkt líf.
Ég er stolt af mér að standast freistingar sem gerir það að verkum að ég lifi betra lífi í dag en í gær.
Ég elska sjálfa mig og geri mér grein fyrir því að það er enginn fullkomin.
Ég er stolt af mér.
Lífið leikur við mig.
Ég er heilsuhraust og mér finnst gaman og gott að hugsa vel um mig og hlúa að mér.
Ég elska mig og á það svo sannarlega skilið.

Búðu til 3 jákvæðar staðhæfingar sem þú getur innleitt inn í líf þitt strax í dag

Mannshugurinn getur afrekað hvaðeina sem hann getur skynjað og trúað á.

Napoleon Hill