Við það að auka neyslu grófmetis og minnkar neyslu á unninni matvöru verða bragðlaukarnir viðkvæmari fyrir sætubragði. Gæði og notkun sætuefna eru þættir sem taka skal tillit til þegar sætuefni eru valin. Það eru til margar náttúrulegar tegundir sætuefna sem hægt er að nota í stað sykurs eða gervisykurs.
Notkun
Það er hægt að nota náttúruleg sætuefni í stað sykurs í hvaða uppskrift sem er. Hér á eftir fylgja nokkrar leiðbeiningar. Uppgefið magn samsvarar einum bolla af sykri. Þriðji dálkurinn sýnir notkunareiginlega.
Sætuefni |
Magn= 1 bolli sykur | Notkun |
Hunang |
1/2 til 2/3 bolli | Í allt |
Hlynsíróp |
1/2 til 3/4 bolli | Í bakstur, eftirrétti, sósur |
hlynsykur |
1/2 til 1/3 bolli | bakstur, sælgæti |
byggmaltsíróp (barley malt syrup) |
1 til 1 1/4 bollar | brauð og bakstur |
Brúnt hrísgrjónasíróp |
1 til 1 1/3 bollar | Bakstur, kökur, sósur |
Döðlusykur |
2/3 bolli | brauð, bakstur, sælgæti |
Kókoshnetusykur |
1 bolli | Í allt |
Mólassi (hrásykurs síróp) |
1 til 1 1/3 bollar | Í allt |
Stevia |
Sjá merkingar framleiðanda um magn og notkun. |
Vöruval
Hægt er að nálgast sætuefnin í heilsuvöruverslunum. Með því að eiga nokkrar tegundir sætuefna getur þú verið viss um að eiga alltaf eitthvað sem hentar aðstæðum. Kókoshnetusykur er frábær í te þar sem hann bragðast mjög vel og leysist auðveldlega upp. Mjög auðvelt er að nota brúnt hrísgrjónasíróp í kökuuppskriftir. Notaðu lífræn sætuefni þegar færi gefst. Settu á þig rannsóknargleraugun og skoðaðu merkingar á unninni matvöru til þess að sjá hvaða sætuefni eru notuð. Þau má finna í mörgum tegundum af morgunkorni, skyndibita, sojamjólk og sósum.
Kostir
Hver tegund sætuefnis hefur sinn kost umfram aðrar. Hunang, hlynsíróp/sykur og döðlusykur innihalda næringarefni sem hvítan sykur skortir; þó svo að í þeim séu einfaldar sykrur sem fara hratt inn í blóðið og fljótt út aftur. Við mælum með hóflegri notun á þessum sætuefnum. Byggmaltsíróp, brúnt hrísgrjónasíróp og kókoshnetusykur fara hægar inn í blóðrásina og eru því betri kostur fyrir þá sem kljást við blóðsykursvandamál. Stevia, einnig þekkt sem hunangslauf, hefur ekki nein áhrif á blóðsykurinn, og getur verið allt að 300 sinnum sætari en sykur, en það fer eftir því hvort efnið er í formi dufts eða vökva.