Sif er margfaldur meistari í fitness, 43 árs, 3 barna móðir, heilsumarkþjálfi, einkaþjálfari og höfuðbeina- og spjaldhryggjar meðferðaraðili og annar eigandi trainer.is og Train Station.
Áhugasvið Sifjar er almenn heilsa og gæti hún ekki verið ánægðari að fá einmitt að vinna við að hjálpa skjólstæðingum sínum í átt að betri heilsu í leiðinni að betra og innihaldsríkara lífi. Sif hefur starfað við að ráðleggja fólki varðandi næringu, hreyfingu sem og almenna heilsu síðastliðin 18 ár.
Sif hefur sótt sér mjög góða menntun bæði á sviði heilsumarkþjálfunar, einkaþjálfunar sem og höfuðbeina- og spjaldhryggjar meðferðar.
Sif stundaði nám í heilsumarkþjálfun við hinn virta skóla, Institute for Intergrative Nutrition í New York og útskrifaðist þaðan haustið 2011. Námið er Diploma nám á Háskólastigi. Skólinn er sá eini sinnar tegundar sem kennir allar þær ólíku kenningar sem uppi eru um mismunandi gerðir mataræðis – hefðbundnar kenningar eru tengdar við nútímahugmyndir okkar um mataræði líkt og fæðupýramídann, Zone kúrinn, Atkins og jafnvel hráfæði.
Einnig hefur Sif víðtæka menntun sem einkaþjálfari og hefur verið dugleg við að sækja sér dýpri þekkingu í ýmisskonar þjálfunarfræðum.
Sif sameina þekkingu sína frá náminu við Instutute for Intergrative Nutrition við margra ára reynslu sína í heilsurækt og mikla þekkingu í þjálfunarfræðum sem og heildrænum líkamsmeðferðum. Það sem gerir Sif að einstökum heilsumarkþjálfa er hversu vítt hún hefur aflað sér menntunar.