Skaðlegustu aukaefnin

12/01/2017
Skaðlegustu aukaefnin

Skaðlegustu aukaefnin “The dirty dozen”

Unnin matvara er á borðum margra á hverjum degi. Það er þægilegt, fyrirhafnalítið og geymist vel (vegna rotvarnarefnanna). Aukefnin sem sett eru í unnin matv
æli til þess að þau líti betur út og bragðist betur innihalda of mikið af salti, fitu og sykri. Þessi aukaefni geta valdið aukaverkunum eins og fæðuofnæmi, fitusöfnun á mitti, minni upptöku á steinefnum og vítamínum, krabbameini og mörgum öðrum.

Hér að neðan er listi yfir skaðlegustu aukaefnin sem finna má í mat, þeim er raðað tilviljunarkennt upp.

 1. Gervisykur

Gervisykur er efnafræðileg blanda sem gerir matinn okkar sætan án þess að nota sykur og þær kaloríur sem hann inniheldur. Flestar tegundir gerivisykurs valda aukaverkunum og efnafæðilegt niðurbrot í líkamanum getur verið eitrað. Að auki getur blöndun við önnur efni eins og litarefni haft bein áhrif á taugafrumur. Gervisykur er
tengdur við yfir 90 aukaverkanir.

 1. Hvítur sykur (hreinsaður sykur)

Bandaríkjamenn innbyrða 68 – 80 kg. af sykri árlega. Með öðrum orðum þýðir það að hver og einn er að borða ½ bolla af sykri á dag og flestir gera sér ekki einu sinni grein fyrir því. Þar sem finna má sykur í öllum unnum matvörum nema tekið sé fram að þær séu sykurlausar þá er hann sjálfkrafa hluti af mataræði fólks. Mikil neysla á sykri og sú hækkun á insúlíni sem hann veldur, getur orsakað þyngdaraukningu, uppblásinn maga, þreytu, liðagigt, migreni, dregið úr virkni ónæmiskerfisins, offitu, tannskemmdir og hjarta og æðasjúkdóma. Einnig hefur hækkun á insúlíni áhrif á upptöku
næringarefna og getur mögulega leitt til beinþynningar, þunglyndis, fyrirtíðaspennu og spennu.

 1. MSG (Monosodium Glutamat)

MSG er hvataeitur (excitotoxin) sem hefur bragðaukandi áhrif á mat. Samkvæmt dr. Russel Blaylock sem er taugaskurðlæknir getur excitotoxin eyðilagt ákveðnar taugafrumur. Margir finna fyrir aukaverkunum eins og höfuðverk, húðkláða, svima, öndunartruflunum og meltingartruflunum.

 1. Gervi-litarefni (artificial colors)

Gervi-litarefni eru tilbúin efni sem ekki fyrirfinnast í náttúrunni. Flest eiga rætur í kolatjöru og geta innihaldið allt að 10 hluta á móti milljón af blýi og arsenic en eru samt viðurkennd sem örugg af bandaríska matvælaeftirlitinu (FDA). Litarefni geta orsakað ofnæmisviðbrögð og ofvirkni í börnum, og geta orsakað sjón- og námsröskun eða valdið taugaskemmdum.

 1. BHA og BHT

BHA og BHT koma í veg fyrir að olía þráni. Þessi aukaefni virðast hafa áhrif á svefn og matarlyst, þau hafa verið tengd við lifra- og nýrnaskemmdir, hárlos, hegðunarvandamál, krabbamein frávik í þroska á fósturskeiði ásamt seinkun á vexti.

 1. Sodium Nitrate og Nitrite

Sodium Nitrate og Nitrite eru rotvarnarefni sem er bætt í unnar kjötvörur. Þessi efnasambönd breytast í krabbameinsvaldandi efni í maganum sem kallast “nirosamines”. Áberandi aukaverkanir eru höfuðverkur, ógleði og svimi.

 1. Koffín

Koffín er ávanabindandi, örvandi efni sem er í gosdrykkjum, tyggjói, megrunartöflum og verkjatöflum. Koffín er náttúrulegur hluti af kaffi, kakói og tei. Koffín veldur því að kalk fer úr beinunum sem getur leitt til beinþynningar og getur aukið líkur á ófrjósemi.

 1. Olestra (Olean)

Olestra er kaloríulaust efni sem kemur í stað fitu í kartöfluflögum og snakki. Olestra kemur í veg fyrir upptöku nokkurra vítamína og annarra næringarefna. Það getur einnig orsakað niðurgang og endaþarmsleka.

 1. Brominated Vegetable Oil (BVO)

“Brominated” jurtaolía er notuð til að viðhalda dreifingu olíubragðefna í gosdrykkjum. Þegar hennar er neytt er hún geymd í líkamanum sem fita og getur safnast upp með tímanum. Þetta aukaefni getur leitt til æxlunartruflana og fæðingargalla. Þetta efni hefur verið bannað í 100 löndum.

 1. Transfita


Transfita er búin til með því að láta vetni hvarfast við jurtaolíu. Þegar þetta gerist þá lækkar magn fjölómettuðu olíunnar (góðu olíunnar) og transfita eykst. Transfita er tengd við hjartasjúkdóma, brjósta- og ristilkrabbamein, æðakölkun og hækkað kólesteról.

 1. Skordýraeitur

Á hverju ári er yfir 1milljón tonna af skordýraeitri bætt í matinn í Bandaríkjunum. Það samsvarar u.þ.b. 5 kg. á mann (í USA). Mörg þeirra efna s
em notuð eru sem skordýraeitur eru krabbameinsvaldandi. Aukin notkun á skordýraeitri dregur úr hæfileika okkar til að vinna á sýkingum í líffærum, getur valdið ófrjósemi og ýtt undir fósturlát og fæðingargalla.


 1. Erfðabreyttar lífverur (GMOs)


Skilgreiningin á því a vera erfðabreytt er; að búið er að breyta erfðaefni (DNA) í plöntum eða dýrum.
Í Bandaríkjunum er nú búið að erfðabreyta meirihluta af korni, sojabaunum og bómullar- og “canola” uppskeru, eitthvert þessara efna má finna í næstum öllum unnum matvælum. Ekki er búið að sanna að erfðabreyting sé örugg, en sumar rannsóknir sýna að erfðabreyting minnki mótstöðu plantna við sjúkdómum og það sama á við um menn. Einnig getur erfðabreyting valdið ónæmi fyrir sýklalyfjum o
g haft neikvæð áhrif á erfðafræðilega virkni. Plöntur sem búið er að erfðabreyta þannig að þær hafi aukið mótefni gegn sjúkdómum væri mögulega hægt að nota minna skordýraeitur á eða á hinn bóginn gæti þurft að nota enn meira þar sem þær gætu myndað ónæmi fyrir skordýraeitrinu. Það er enn of snemmt að segja til um: en það eru enn ekki til nein langtíma sönnun fyrir þessu.

 

Heimildir;

http://www.cspinet.org/reports/chemcuisine.htm

Janúar 2008 “fooddemocracy.com” eftir