Af því að það er kominn tími á að gera þetta almennilega“ Var setning sem kallaði á mig. Hversu oft hafði ég ætlað að taka mig taki og breyta lífsstílnum, hreyfa mig meira, borða hollt osfrv. En svo kom „eitthvað“ upp á og ég féll í gamla farið aftur.

Testimonial / 09/01/2017

Agnes var hjá okkur í 10 vikum haustið 2016.

Hún náði frábærum árangri og vann sinn flokk.

10 vikum seinna er hún ennþá að og bara yndislegt að fá að fylgjast með henni.

 

„Af því að það er kominn tími á að gera þetta almennilega“

Var setning sem kallaði á mig.  Hversu oft hafði ég ætlað að taka mig taki og breyta lífsstílnum, hreyfa mig meira, borða hollt   osfrv.  En svo kom „eitthvað“  upp á og ég féll í gamla farið aftur.  Að taka skrefið í átt að bættu lífi er ekkert mál, en að halda sér þar er töluverð vinna og maður verður að vera tilbúinn.  Ég þekkti Sif áður og vissi vel hvernig þjálfarinn hún væri, hugmyndarík og hvetjandi.

Eftir bara nokkra daga af 10 vikna matseðlinum fór ég að finna rosa mun á mér, bæði líkamlega og andlega.  Húðin varð betri.  Skapið léttara.  Ég svaf betur.  Stærsti sigurinn finnst mér samt vera að finna ekki fyrir vefjagigtarverkjum sem hafa hrjáð mig lengi.  Hljómar eins og lygasaga kannski, en svona er þetta nú einfalt.  En þetta er vinna!

Bæði Guðjón og Sif hafa áhuga á því sem þau eru að gera, og eru tilbúin til að leggja sig 100 % fram til að þátttakendur nái árangri.  Þau halda manni svo sannarlega við efnið með póstum, æfingum, heilsufarsskýrslum, endurmati og fundum/fyrirlestrum.  Þau buðu upp ,,guided tour“ um æfingasalinn og ég þurfti svo sannarlega á því að halda.    Þau eru svo sannarlega að vinna vinnuna sína og hjálpa þér að halda þér á réttri braut.  Takk fyrir mig.

Agnes