fyrsta námskeiðið sem ég hef kynnst sem tæklar rót vandans frekar en einkenni hans. Í fyrsta sinn finnst mér verið að vekja mig til umhugsunar um það hvernig hugarfar, andleg líðan og umhverfi mitt hefur áhrif á það hvernig mér gengur.

Testimonial / 09/01/2017

Heiða kom til okkar í 10 vikur haustið 2016.

Stóð sig ofur vel og vann sinn flokk. Hörku dugleg og náttúrulega snilld hversu vel hún nýtti markþjálfunar partinn. Grunnurinn er alltaf grunnurinn 🙂

 

10 vikur er fyrsta námskeiðið sem ég hef kynnst sem tæklar rót vandans frekar en einkenni hans. Í fyrsta sinn finnst mér verið að vekja mig til umhugsunar um það hvernig hugarfar, andleg líðan og umhverfi mitt hefur áhrif á það hvernig mér gengur. Allt er þetta gert með svo mikilli jákvæðni og hvatningu að maður getur ekki annað en hrifist með.

 

Já, þú færð frábært matarprógramm sem er auðvelt að fylgja og já, þú færð vönduð og sérsniðin æfingaprógrömm, en það er bara hluti af pakkanum. Fræðslan sem er innifalin hefur hjálpað mér mest og virkilega vakið mig til umhugsunar. Í fyrsta sinn á ævinni finnst mér ég raunverulega eiga möguleika á að ná árangri og viðhalda honum. 10 vikur er ekki átak. 10 vikur er fyrsta skrefið í áttina að miklu betra lífi.

 

Ég gef Sif og Guðjóni mín allra bestu meðmæli og mæli eindregið með 10 vikum.

Heiða