Inga var hjá okkur í 10 vikum haustið 2016
Frábært námskeið í alla staði.
Ég gat nýtt mér allt nema æfingarnar þar sem að ég hef verið að díla við líkamleg veikindi og ekki átt getu í neitt nema göngutúra. Samt á ég frábær æfingarkerfi sem ég get nýtt mér þegar heilsan fer að leyfa.
Námskeiðið rétti mig alveg af í mataræðinu og ég hef verið alveg sykurlaus (sem gerist aldrei) í þessar vikur. Þvílíkur munur á andlegri og líkamlegri líðan og kílóa/sentimetra missir. Maturinn í bókinni er einfaldlega sjúklega góður og einfaldur.
Hittingarnir og fyrirlestrarnir hjálpuðu mér mikið og gáfu mér nýja sýn á næringu og hreidingu.
Fb hópurinn hélt mér svo við efnið dags daglega.
Þetta er klárlega búið að hjálpa mér að breyta lífsstílnum mínum og líka betur við mig þegar eg lít í spegilinn 😉
Takk kærlega fyrir mig
Inga