Trainer - Rakel Guðbjörnsdóttir

Details Page
Rakel Guðbjörnsdóttir

Rakel Guðbjörnsdóttir

Einkaþjálfun, fjarþjálfun, heilsumarkþjálfun, heilsunuddari, núvitund, næringaþjálfun
Rakel Guðbjörnsdóttir hefur margra ára reynslu á sviði núvitundar, hún er 39 ára, móðir 10 ára drengs, heilsumarkþjálfi, heilsunuddari, sálfræði (B.A.) og foreldrafræðari og uppeldisráðgjafi (MA). Áhugasvið Rakel er andleg heilsa og að finna leiðir þar sem fólk getur hjálpað sér sjálft til að takast á við þau verkefni sem það stendur frammi fyrir. Hún […]

Rakel Guðbjörnsdóttir hefur margra ára reynslu á sviði núvitundar, hún er 39 ára, móðir 10 ára drengs, heilsumarkþjálfi, heilsunuddari, sálfræði (B.A.) og foreldrafræðari og uppeldisráðgjafi (MA).

Áhugasvið Rakel er andleg heilsa og að finna leiðir þar sem fólk getur hjálpað sér sjálft til að takast á við þau verkefni sem það stendur frammi fyrir. Hún hefur starfað hjá Nuddskóla Íslands og sem strjórnarmeðlimur Félag Íslenskra heilsunddara ásamt því að halda námskeið og verið sjálfstætt starfandi nuddari í yfir 11 ár.

Rakel hefur einbeitt sér að sjálfsrækt og leggur áherslu að setja saman námskeið fyrir fólk til þess að takast á við verki, draga úr streitu og hjálpa foreldrum að skoða sig sem fyrirmynd í uppeldi barna sinna.

Hún setti saman æfingarkerfi og forprófaði það í lokaverkefni sínu í sálfræði þar sem kannað var hvort að Triggerpunktanudd og núvitund gæti virkað sem meðferðarform við langvinnum verkjum (niðurstöðurnar er hægt að finna á skemmu).

Í lokaverkefni sínu í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf þá skoðaði hún hvernig hún gat hannað hagnýtt námskeið fyrir foreldra og byggði það að hluta af eigin reynslu og uppgötvunum í foreldrahlutverkinu (hægt er að nálgast verkefnið hér: https://skemman.is/handle/1946/25029 )

Þessi verkefni eiga það sameiginlegt að vera liður í því að vera besta útgáfa af sjálfum sér.

Rakel stundað líkt og Sif nám í heilsumarkþjálfun við hinn virta skóla, IIN. þar sem hún kynntist heildstæðri nálgun á almennt heilbrigði einstaklingsins.