10 góðar ástæður fyrir hreyfingu

05/06/2017
10 góðar ástæður fyrir hreyfingu

 

Hreyfing er líklega það sem kemst næst því að gefa þér eilífa æsku. Það er ekki nóg með að með góðri hreyfingu styrkir þú vöðva og bætir hjarta- og lungnastarfsemi, heldur getur þú einnig dregið úr hættu á að fá helstu lífstíls sjúkdóma. Góð hreyfing örvar vöxt nýrra heilafruma og getur jafnvel bætt nokrum árum við líf þitt. Rannsóknir hafa sýnt að aðeins 30 mínútur af hreyfingu flesta daga er allt sem þarf til að uppskera þetta allt saman.

 

Ávinningur þess fyrir heilsu þína að hreyfa þig hefur komið mörgum læknum á óvart. Rannsóknir benda til þess að góð hreyfing geti stuðlað að eftirfarandi:

1.  Haldið þér ungum. Æfingar eins og kraft ganga eða hjólreiðar auka súrefnisuptöku á meðan á æfingu stendur. Með því að auka þolþjálfun um 15 – 25 prósent er eins og bæta 10 til 20 árum við aldur þinn. Þolþjálfun getur einnig örvað vöxt nýrra frumna í heila hjá fullorðnum.

2. Dregið úr sýkingum. Hæfileg þjálfun styrkir ónæmiskerfið sem er lykillinn að halda okkur heilbrigðum. Það gæti útskýrt hvers vegna fólk sem æfir fær sjaldnar kvef.

3. Komið í veg fyrir hjartaáfall. Það er ekki nóg með að hreyfing hækki „góða“ HDL kólesteróli og lækki blóðþrýsting, heldur hefur ný rannsókn sýnt að það dregur úr slagæða bólgu, sem er annar helsti áhættu þáttur fyrir hjartaáfalli og slagi.

4. Dregið úr astma. Nýjar vísbendingar sýna að æfingar á efri líkamanum og öndunar æfingar geta dregið úr þörf á að nota púst í vægum tilfellum astma.

5. Náð stjórn á blóðsykrinum. Hreyfing hjálpar til við að viðhalda réttum blóðsykri með því að auka næmi frumna til insúlínupptöku og hjálpað þannig til við að stjórna þyngd. Þannig getur t.d. regluleg kraftganga dregið verulega úr hættu á sykursýki 2.

6. Vernd gegn krabbameini. Hreyfing getur dregið úr hættu á ristli-krabbameini þar sem hreyfing hraðar meltingu í gegnum meltingarveginn og lækkar insúlín. Hreyfing getur einnig gefið vernd gegn brjóstakrabbameini og krabbameini í blöðruhálskirtli með betri stjórn á hormóna framleiðslu.

7. Vörn gegn streitu. Regluleg þolþjálfun dregur úr framleiðslu á hormónum sem valda streitu. Hreyfing getur dregið úr þunglyndi og í mörgum tilfellum á jafn áhrifaríkan hátt og þunglyndislyf.

8. Dregið úr hitakófi. Aukin hreyfing, t.d. ganga eða jóga léttir á geði og getur dregið úr einkennum tíðahvarfa, svo sem hitakófi og nætursvita.

9. Vernd fyrir heilsu karlmanna. Grindarhols æfingar koma í veg fyrir ristruflanir og hugsanlega í veg fyrir góðkynja stækkun á blöðruhálskirti sem getur orsakað þvagvandamál.

10. Lengt líf þitt. Rannsóknir sem hafa náð yfir mörg ár hafa ítrekað sýnt að reglubundin hreyfing dregur úr hættu á ótímabærum dauða, allt að 50% hjá bæði körlum og konum.