Makróbíótískur lífstíll

21/05/2017
Makróbíótískur lífstíll

 

Makróbíotískur lífstíll er hugmyndafræði í kringum næringu og lífspeki sem hægt er að reka aftur til daga Hippocrates.

Í Grikklandi þýðir macro stórt eða langt og bio þýðir líf sem þýðist yfir á langlífi.

Þessi ævarforna lífs og næringarspeki er byggð á neyslu á heilu korni; grænmeti og baunir sem meðlæti og síðan dýra próteinum í litlu magni. Kornmeti (helst ræktað í nágreni við okkur) grænmeti, baunir, söl, gerjaðar soja afturðir, ávextir, fiskur, hnetur og fræ eru helsta uppistaðan í þessum lífstíl.

Mataræðið er frekar hátt í fitu og  trefjum og inniheldur mjög lítið af unnum matvörum. Ekki er kvatt til að taka inn auka vítamín og steinefni.

Matur sem kallast „nightshades“ ss grænmeti sem vex á nóttinni er ekki æskilegt í makróbíotískum lífstíl eins og tómatar, paprika og eggaldin. Grænmeti sem inniheldur hátt yin gildi er einnig talið óæskilegt eins og spínat, rauðrófur og lárpera.

 

Makrótíotík gengur út á jafnvægi og því er ekki ráðagt að neyta mikilla matvæla sem hafa hátt yin eða yang gildi.

 

Fæða sem er há í yin: sykur, alkahól, kaffi súkkulaði, hveiti, sterk krydd, eiturlyf, sterk efnasambönd, meindýraeitur, unnar mjölkurvörur og grænmetisolíur.

Fæða sem er há í yang: svínakjöt, egg og unnið salt.

Jafnvægisfæða: heilkorn, grænmeti, baunir, sjávarþang (söl), ávextir, hnetur og fræ.

Einnig er talið miklivægt í markróbíotík að fylgja árstíð í mataræði.

Að hugsa um heilsuna er ekki bara að passa að borða heilsusamlega.

 

 

Hér fyrir neðan er tillaga að heilsusamlegri og hamingjuríkari lífstíl.

 

  • Gefðu af sjálfum þér og uppgötvunum þínum.
  • Taktu öllu og öllum með þakklæti.
  • Vertu glaður á hverjum degi, ekki einblína á vandamálin.
  • Raulaðu eða syngdu skemmtilegt lag á hverjum degi.
  • Hlúðu að kímnigáfu þinni.
  • Eigðu daglega stund með sjálfum þér, til að læra, hugleiða eða endurhlaða batteríið
  • Gerðu líkamsrækt að föstum hluta daglegs lífs þíns. Finndu út hvaða líkamsrækt henntar þér best. Prófaðu: jóga, pilates, göngu, hlaup, línuskauta, sund, dans, lyftingar eða hópíþróttir… tja eða heimaleikfimi
  • Til að koma blóðflæðinu af stað: Nuddaðu líkama þinn kvölds og morgna með heitum klút.
  • Forðastu að klæðast ertandi fatnaði næst húðinni. S.s. ull. Prófaðu að klæðast 100% bómull næst húðinni.
  • Forðastu að ofhlaða þig skarti. Minna skart gerir þér kleift að ljóma betur sjálfri.
  • Forðastu lyktsterk efni.
  • Notaðu náttúrulegt tannkrem til tannhirðu.
  • Hafðu snyrtilegt í kringum þig, bæði heima og í vinnunni. Það sýnir þinn innri mann.
  • Hafðu grænar plöntur á heimilinu og vinnusvæðinu þínu, sé það mögulegt. Það endurnýjar súrefnið á staðnum.
  • Minnkaðu sjónvarpsáhorfið og tölvu viðveruna.
  • Forðastu að nota rafmagn við eldamennskuna. Sérstaklega örbylgjuofn. Gas er góður kostur.
  • Drekktu ferskt vatn.
  • Tyggðu matinn þinn vel og lengi, 30sek eða lengur hvern bita, eða þar til hann er orðinn vel mjúkur.
  • Þakkaðu fyrir matinn, bæði fyrir og eftir.
  • Komdu vel fram við fólk, sérstaklega ástvini, vini og samstarfsfólk. Sama hvort það er augliti til auglitis eða í síma/tölvupósti.
  • Umfram allt temdu þér jákvæða framkomu og gott umhverfi. Og njóttu þess að vera heilbrigð og hamingjusöm manneskja í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur í dagsins önn.