Heilsumarþjálfun er ný nálgun í næringar og atferlisþjálfun.
Með heilsumarkþjálfun er unnið með markþjálfun sérhæfðri á sviðið næringar, hvort sem er fæðutengdri, líkamlegri sem andlegri næringu.
Hlutverk markþjálfa er að aðstoða skjólstæðinga sína til að stíga næsta skref í áttina að heilbrigðara lífi.
Fæðupíramídi Institute for Intergrative Nutrition er fæðupíramídinn sem við vinnum út frá.
Í grunninn þurfum við vatn til að lifa, þess vegna liggur það neðst í hringnum okkar, síðan sjáum við næringuna, fæðuna og síðan rauða hringinn.
Rauði hringurinn táknar síðan frumnæringu.
Frumnæring eða Primary food er í rauninni allt annað en það sem við köllum mat.
Raunverulega bara lífið.
Láttu hugann reika til baka til þess tíma þegar þú varst ástfangin/n upp fyrir haus. Allt var spennandi. Allir litir voru skærir. Þú gekkst á bleiku skýi. Ástin svalaði öllum þínum þörfum. Þú gleymdir að borða en varst samt full/ur orku.
Minnstu líka þeirra tíma er þú varst á kafi í einhverju spennandi verkefni. Þú hafðir trú á því sem þú varst að gera, varst örugg/ur og áköf/ákafur. Þú fannst ekki fyrir svengd og það varð að minna þig á að borða.
Sjáðu fyrir þér börn úti að leika sér við vini sína. Þegar kemur að kvöldmat þarf móðirin að minna þau á að borða: “Það er kominn kvöldmatur.” “Nei mamma, ég er ekki orðin svöng/orðinn svangur,” segja þau. Við matarborðið finnst móðurinni það vera hlutverk sitt að sjá til þess að börnin borði vel og skipar þeim að borða matinn sinn. Börnin pína í sig nógu mikið til þess að móðirin sé sátt og flýta sér svo út að leika aftur. Við lok dagsins koma þau heim alveg dauðþreytt, og fara að sofa án þess að hugsa nokkuð um mat.
Frumnæring er það sem nærir okkur, en hún er ekki matreidd á disk. Þættir eins og gefandi andleg næring, spennandi starfsvettvangur, regluleg og skemmtileg hreyfing og heiðarleg, opin samskipti við annað fólk nærir sál okkar og lífsþrá.
Þetta er það sem við köllum frumnæringu.
Því meiri frumnæringu sem við fáum, því minni líkur eru á því að við verðum háð mat (aukanæringu).
Staðreyndin er líka sú að ef við notum mat (aukanæringu) til þess að fylla tómarúmið í líkama okkar og sál þá verður lítið pláss eftir fyrir frumnæringuna.
Öll trúarbrögð hvetja fólk til að fasta á ákveðnum tímum til þess að einstaklingar gefi sér tíma til að draga úr neyslu matvæla (aukanæringar), sem gefur þá rými til þess að efla meðvitundina um frumnæringuna.