Baunir

26/09/2019
Baunir

Baunir eru frábær leið til að bæta hágæða prótein úr jurtaríkinu við mataræðið þitt. 

Þær eru ríkar af járni, B vítamínum og trefjum.

Þær eru fjölbreytilegar svo þú verður aldrei leiður. 

Þurrar baunir haldast ferskar lengur þegar þær eru geymdar á köldum dimmum stað (heldur en á borðinu). 

Ekki nota baunir sem eru meira en ársgamlar því næringarinnihald þeirra minnkar og þær meltast verr. 

Gamlar baunir mýkjast ekki jafnvel við eldun.      


1. Skoðið baunirnar og leitið af steinum, þurrkuðum og brotnum baunum, hreinsið síðan.

2. Leggið þær í bleyti í 6 klst eða yfir nótt, látið vatnið ná vel yfir baunirnar. Minni baunir og meðalstórar baunir geta þurft minni tíma uþb 4 klst ætti að nægja. 

Ath : Ef þú hefur gleymt að leggja baunirnar í bleyti þá getur þú soðið þær í ríflegu vatni. Slökktu síðan undir pottinum og láttu standa í eina klst með lokinu á.

3. Hellið vatninu af baununum og hreinsið þær. Losið allt laust hýði áður en baunirnar eru soðnar, það hjálpar til við að melta þær.

4. Setjið baunirnar í þungan pott og bætið við 3-4 bollum að fersku vatni.

5. Sjóðið og fleytið froðuna af.

6. Bætið við smá bita af kombu (þari)og nokkrum láviðarlaufum eða hvítlauksrifum til að bragðbæta og til að gera þær auðveldari að melta.

7. Setjið lokið á, lækkið hitann og látið malla í uppgefðinn tíma. Athugið með baunirna 30 mín áður en lágmarks eldunartími er kominn. Baunirnar eru tilbúnar þegar miðjan er mjúk og auðvelt er að kreista þær

8. Bætið við óunnu sjávarsalti um það bil 10 mínútum áður en eldunartíminn er kominn

9. Eldið þangað til baunirnar eru orðnar mjúkar.

baunir
 

1 bolli baunir

Eldunartími

Adzuki

45-60 mínútur

Anasazi

60-90 mínútur

black (turtle)

60-90 mínútur

Kúabaun – black-eyed peas

60 mínútur

Cannellini

90-120 mínútur

Kjúklingabaunir – chickpeas (garbanzos)

120-180 mínútur

Cranberry

60-90 mínútur

Hestabaun – fava

60-90 mínútur

great northern

90-120 mínútur

Nýrnabaunir – kidney

60-90 mínútur

Linsubaunir – lentils*

30-45 mínútur

Smjörbaunir – lima beans

60-90 mínútur

mung

60 mínútur

navy

60-90 mínútur

Pinto

90 mínútur

split peas

45-60 mínútur

                     *þarf ekki að leggja í bleyti


Allar tímamælingar eru áætlaðar. 

Eldunartími er háður því hversu mikill hiti er. 

Almenn regla er að eldunartími fyrir litlar baunir er um 30 mínútur, fyrir meðal stórar um 60 mín og stórar um 90 mínútur. 

Munið að smakka baunirnar til að sjá hvort þær séu að fullu eldaðar og mjúkar. 

 
baunir

Hvernig meltast þær?

 

Sumt fólk á erfitt með að melta baunir og belgjurtir. Þær geta myndað loft og meltingarvandamál, pirring eða  óskýra hugsun. Hér eru nokkur atriði við undirbúning og neyslu belgjurta sem dregur úr flestum vandamálunum 

• Leggjið baunirnar í bleyti í nokkra daga, skiptið um vatn tvisvar á dag þangað til það myndast smá skott á baunirnar. 

• Notið hraðsuðupott. Það dregur úr eldunartíma.

• Tyggið baunirnar vandlega og athugið að jafnvel lítið magn er með háa næringar og græðandi eiginleika.

• Forðist að gefa börnum undir 18 mánaða belgjurtir því þau framleiða ekki magaensím sem þarf til að melta þær almennilega. 

• Prófið ykkur áfram með hvernig ykkur gengur að melta baunir, baunir eins og adzuki, linsu, mung     baunir    og  peas meltast auðveldast. Pinto, kidney, navy, black-eyed peas, garbanzo, lima og  black beans er erfiðar að melta. Það er erfiðast að melta soybaunir og  svartar soybaunir.

• Prófið samsetningar , innihald og krydd. Belgjurtir passa best með grænu grænmeti eða grænmeti án sterkju og sjávarþara. 

• Kryddið í lok suðutímans með óunnu sjávarsalti, miso eða soyasósu. Baunirnar eldast ekki almennilega ef salti  er bætt í í byrjun .Salt ef notað rétt  hjálpar til við melta.

• Bætið fennel eða cumin í í lok eldunartíma það dregur úr loftmyndum.

• Ef þið bætið  kombu eða kelp-þara í baunirnar þá  bætir það bragð, meltingu og bætir einnig steinefnum og næringu og hraðar líka eldunartímanum.

• Hellið smávegis af epla cider, brúnum hrísgrónum eða hvítvínsedik í vatnið í lok suðutímans. Þetta mýkir upp og brýtur niður prótein keðjur og tormelt efni.

• Borðið ensím með máltíðum.