14 staðreyndir sem þú hefur líklega aldrei heyrt um D vítamín og sólarljósið

14/07/2017
14 staðreyndir sem þú hefur líklega aldrei heyrt um D vítamín og sólarljósið

D vítamín hindrar beinþynningu, þunglyndi, krabbamein í blöðruhálskirtli og brjóstakrabbamein og hefur áhrif á sykursýki og offitu. D vítamín er líklega í fyrsta sæti sem vanmetnasta næringarefni í heimi næringarfræðinnar. Það er líklega afþví að það er frítt; líkami þinn framleiðir það þegar húð þín kemst í snertingu við sólarljós.  Sannleikurinn er að flestir þekkja ekki raunverulega sögu D vítamíns og áhrif þess á heilsuna.

 

1. D vítamín er framleitt af húð þinni til að verja sig fyrir útfjólubláum geislum náttúrulega sólarljóssins.

2. Heilandi geislar náttúrulegs sólarljóss sem framleiða D vítamín í húðinni geta ekki komist í gegnum gler.  Svo þú framleiðir ekki D vítamín þegar þú situr í bílnum eða heima.

3. Það er nánast ómögulegt að fá nægilegt magn af D vítamíni úr mataræði þínu. Sólarljós er eina áreiðanlega leiðin til að geta framleitt D vítamín í líkamanum.  Líkami okkar getur framleitt D vítamín þegar hann er í sólarljósi, en ekki í gegnum föt eða sólarvörn, sem vinnur á móti ferlinu.

4.  Við þurfum að drekka 10 stór glös af D vítamín bættri mjólk á hverjum degi til að fá lámarks magn af D vítamíni úr mataræðinu.

5. Því fjær miðbaug sem þú býrð, þeimur lengri tíma þarftu í sólinni til að framleiða D vítamín.  Ísland er td. mjög langt frá miðbaug.

6. Fólk með dökkan hörundslit gætu þurft 20 til 30 sinnum lengri tíma í sólarljósi heldur en fólk með ljósa húð til að framleiða sama magn af D vítamín.  Þetta er ástæðan fyrir því að blöðruhálskirtils krabbamein er faraldur meðal blökumanna – það er einfaldlega vegna skorts á sólarljósi.

7. Fullnægjandi magn af D vítamíni er áríðandi fyrir kalsíum upptöku í þörmunum. Án fullnægjandi magns D vítamíns getur líkami þinn ekki unnið úr kalsíum, sem gerir kalsíum bætiefnatöku óþarfa

8. Krónískur D vítamín skortur getur ekki snúist við yfir nótt; það tekur mánuði af D vítamín bætiefna neyslu og sólarljósi til að byggja aftur upp beinin og taugakerfið.

9.  Jafnvel veik sólarvörn (SPF 8) lokar á eiginleika líkamans til að framleiða D vítamín um 95%.  Sólarvarnir geta jafnvel valdið sjúkdómum með því að valda krítískum vítamínskorti í líkamanum.

10. Það er ómögulegt að framleiða of mikið D vítamín í líkamanum úr sólarljósi: líkami þinn mun stilla sig sjálfa af með því að framleiða bara það sem hann þarf.

11. Ef þig verkjar við það að þrýsta þéttingsfast á bringubeinið þá getur verið að þú þjáist af D vítamín skorti ákkurat núna.

12. D vítamín er örvað í líkama þínum í nýrunum og lifrinni áður en það getur verið nýtt

13. Það að hafa skerta nýrna eða lifra virkni hefur áhrif á getu líkamans til að dreifa D vítamíni

14. Jafnvel þó D vítamín sé eitt af kraftmesta heilandi efni líkamans, þá framleiðir líkami þinn það algjörlega frítt.  Engin þörf á lyfseðli.

 

 

Fengið að láni hjá „The Healing Power and Vitamin D: An Exclusive Interview with Dr. Michael Holick,“ eftir Mike Adams