Ætti ég að sneiða hjá mjólkurvörum ?

30/03/2017
Ætti ég að sneiða hjá mjólkurvörum ?

Mjólkurlaust ?

 

Mjólkurvörur eru umdeildar! Sumir halda því fram að gerilsneyddar og fitusnauðar mjólkurvörur séu hollar og að neyta ætti þeirra 2-3 á dag á meðan aðrir halda því fram að hráar, full-feitar mjólkurvörur séu heilsufæða. Enn aðrir eru þeirrar skoðunar að best sé að borða engar mjólkurvörur.

Það er kallað mjólkuróþol þegar einstaklingur getur ekki melt mjólkursykur (laktósa). Þeim skortir ensím sem kallast laktasi sem gegnir því hlutverki að brjóta niður mjólkusykur í meltingarveginum.

Við það að mjólkursykurinn brotni ekki niður fer hann ómeltur niður í ristilinn og gerjast þar og veldur óþægindum.

Afleiðingar geta svo orðið uppþemba, magaverkir, magakrampar, vindgangur og jafnvel niðurgangur sem koma fram 30 -120 mín eftir neyslu mjólkurafurða. Einkennin geta verið svipuð einkennum mjólkurofnæmis en verða þó aldrei jafn alvarleg.

Flestir þróa með sér mjólkuróþol þegar líður á æfina við það að framleiðsla laktósa fer minnkandi. Ungabörn hafa yfirleitt yfirdrifið magn af laktasa til að geta melt móðurmjólkina en hjá meira en 80% af fólki minnkar framleiðslan til muna um 3ja ára aldur.

 

Mjólkuróþol er einnig misjafnt eftir kynþáttum. Í vestrænum löndum er 5-10% greindra tilfella á meðan víða í Asíu, Afríku, Suður Ameríku og meðal indjána getur tíðnin verið hátt í 100% hjá fullorðnum einstaklingum.

Flestir sem hafa ekki ofnæmi fyrir mjólkurvörum geta leyft sér að neyta einhverra mjólkurvara. Algengast er að fólk þoli smjör, rjóma, harða osta, jógúrt og nýlega kom einnig á markaðinn laktósa fríar mjólkurvörur en þó þola ekki allir þær.

En besta leiðin til að finna út hvert þolið fyrir mjólkurvörum er, er að taka þær algjörlega út í 14-20 daga og setja svo inn eina og eina í einu, byrja þá á smjörinu.

Gott er að hafa það bak við eyrað að kaupa lífrænar mjólkurvörur eftir fremsta megn.

 

Við ráðleggjum skjólstæðingum okkar að halda mjólkurvörum í lámarki. Mjólkurvörur eru oft á tíðum mikið unnar og innihalda mikinn sykur, einnig eru þær frekar tormeltar og mikið af fullorðnu fólki á í erfiðleikum með að melta þær.