Lág kolvetna mataræðið byggist á því að sneiða hjá kolvetnum eins og nafnið gefur til kynna en það eru til nokkuð margar kenningar um mataræðið og misjafn hversu mikið magn kolvetna þær leyfa.
Yfirleitt er þetta mataræði notað til að léttast og margar kenningar bera fram að það sé ekki eini ávinningurinn af því að fylgja því þar sem það geti minnkað líkurnar á hjartasjúkdómum, sumum tegundum af krabbameini, sykursýki og efnaskipta sjúkdómum.
Mjög misjafnt er hversu mikið magn af kolvetnum eru leyfð en viðmiðið er yfirleitt að neysla á kolvetnum sé undir 20% af næringar inntöku dagsins.
Það eru til kenningar sem leyfa ekkert grænmeti og enga ávexti upp í það að taka bara út hvíta vörur úr mataræðinu, eins og hvítt hveiti
(pasta, brauð, kökur, kex….), hvít hrísgrjón, kartöflur og jafnvel mjólk.
Með því að sneiða einungis hjá þessum kolvetnum erum við komin frekar langt í því að hreinsa mataræði okkar, og þá aðallega af fæðu sem inniheldur háan blóðsykurstuðul.
(Munu samt að það er einnig til góð fæða sem er hvít, eins og tófu, blómkál og laukur og þessi fæða er mjög hentug í lágkolvetna mataræði)
Líkami okkar nýtir kolvetni sem aðal orkugjafa okkar, sykur og sterkja eru brotin niður í einfaldar sykrur við meltingu sem síðan eru frásogaðar í blóðrásina þar sem þær eru þekktar sem blóðsykur (glúkósi), þaðan fer blóðsykurinn inn í frumur líkamans með hjálp insúlíns.
Hluti blóðsykursins er notaður sem orka, hvort sem þú ert á mikilli hreyfingu eða lítilli, auðvitað meira við mikla hreyfingu.
Afgangurinn af blóðsykrinum sem við notum síðan ekki er síðan geymdur í lifrinni, vöðvunum og öðrum frumum til síðari notkunar eða umbreytist í fitu.
Kenningin bak við lág kolvetna mataræðið er það að insúlín komin í veg fyrir niðurbrot fitu í líkamanum með því að leyfa honum að nýta sykur sem orku. Talsmenn lág kolvetna mataræðisins trúa því að með minnkaðri neyslu kolvetna leyfði það til minni framleiðslu insúlíns, sem leiðir til þess að líkaminn fer að brenna auka fitu úr líkamanum sem orku sem að lokum leiðir til lækkunar á þyngd og þar af leiðandi lækkunar í tíðni ýmissa sjúkdóma.
Almennt séð einblínir lágkolvetna mataræðið á prótein, þar með talið kjöt, fisk og egg og grænmeti sem innihalda létt kolvetni.
Almennt er mælt með takmörkum á neyslu korns, bauna, ávaxta, brauðs, sætinda, pasta og kolvetnisríks grænmetis. Sumar kenningar leyfa þó sumar tegundir ávaxta, grænmetis og korns. Mörkin eru yfirleitt um 50-150 grömm af kolvetnum á sólarhring.
Mörgum hefur reynst vel að nota lágkolvetna pýramídann til stuðnings til að vita hvað má borða þar sem það er mun áhrifa ríkara að einblína á það í staðinn fyrir það hvað má ekki borða.
Píramídinn gefur okkur góða yfirsýn yfir fæðu sem er leyfileg og í hversu magni, þó svo magnið sé auðvitað breytilegt eftir einstaklingum.
http://lowcarbdiets.about.com/od/whattoeat/ig/Low-Carb-Food-Pyramid/lowcarbpyramid1-IG.htm
http://www.mayoclinic.com/health/low-carb-diet/NU00279