Alltaf með óstöðvandi löngun í mat? – 7 ástæður

17/01/2017
Alltaf með óstöðvandi löngun í mat? – 7 ástæður

Sjö ástæður fyrir óstöðvandi löngun í mat

Líkaminn er ótrúleg smíði. Hann veit hvenær hann þarf að sofa, vakna, fara á snyrtinguna, halda líkamshita sínum í 37°C og hvenær hann á að kipra augun til að verja þau gegn birtunni. Hann þekkir kraftaverk meðgöngu og fæðingar. Hjarta þitt missir ekki úr slag. Lungu þín anda stöðugt. Líkaminn er ofurtölva og hann gerir aldrei mistök. 

Skoðum matinn, veikleika okkar og hegðun sem liggur að baki óstjórnlegrar löngunar í mat. Margir álíta óstjórnlega löngun í mat vera veikleika, en í rauninni er líkaminn bara að senda þér mikilvæg skilaboð. Þannig að þegar þú finnur fyrir þessari löngun skaltu leit að ástæðunni. Spurðu sjálfa/n þig, “hvað er það sem líkami minn vill og af hverju?”.

Sjö frumástæður óstjórnlegrar löngunar í mat eru:

1. Skortur frumnæringar

Að vera í ófullnægðu sambandi eða ófullnægjandi líkamsþjálfun (hreyfum okkur of mikið, of lítið eða stundum ranga líkamsþjálfun), að vera leið/ur, stressuð/aður, í leiðinlegri vinnu eða skorta andlega næringu getur valdið tilfinningaáti. Þ.e.a.s. matur er notaður til þess að fylla upp í tilfinningalegt tómarúm. Ástæðan er í raun skortur á frumnæringu.

2. Vatn

Vatnsskortur getur sent þau skilaboð að þú sér þyrst/ur eða alveg á mörkum þess að þurrkast upp. Ofþurrkur getur lýst sér eins og mild hungurtilfinning, svo að það fyrsta sem þú skalt gera ef þú finnur fyrir hungri er drekka fullt glas af vatni. Of mikið vatn getur líka valdið hungurtilfiningu, þannig að þú skalt leitast við að halda vatnsdrykkjunni í jafnvægi.. 

3. Ójafnvægi á Yin/yang 

Ákveðnar fæðutegundir hafa meira af yin eiginleikum (þenjanlegum) á meðan að aðrar hafa meira af yang eiginleikum (samdrægum). Ef við borðum allt of mikið af yin eða alltof mikið af yang fáum við hungurtilfinningu vegna þess að líkaminn leitar jafnvægis. Sem dæmi má nefna að ef samsetning fæðu okkar inniheldur of mikinn sykur (yin) þá mun líkaminn þrá kjöt (yang). Of mikil neysla hráfæðis (yin) getur t.d. gert okkur sólgin í mikið eldaðan (vatnssnauðan) mat og svo öfugt.


4. Árstíðir


Oft þráir líkaminn mat sem kemur jafnvægi á þætti hverrar árstíðar. Á vorin langar fólk í mat sem hefur hreinsandi áhrif, eins og t.d. græn lauf og sítrus ávexti. Á sumrin hverfist löngunin um kælandi matvæli eins og ávexti, hráfæði og ís. Og á haustin sækir fólk í jarðtengda fæðu eins og t.d. grasker, lauk og hnetur. Á vetrunar eru margir sólgnir í fæðu sem iljar eins og t.d. kjöt, olíu og fitu. Löngun í ákveðnar fæðutegundir getur líka tengst hátíðum. Má þar t.d. nefna hangikjöt, kalkún, egg og sætindi. 


5. Næringarskortur

Ef líkamann skortir næringarefni myndast gjarnan árátta í einhverja ákveðna fæðutegund. T.d. getur
steinefnaskortur valdið löngun í salta fæðu og almennt næringarójafnvægi getur verið orsakað óstjórnlega löngun í næringarsnautt en orkuskapandi fæði eins og t.d. koffín. 

6. Hormónar

Þegar konur eru á blæðingum, þungaðar eða í tíðahvörfum getur hormónaójafnvægið leitt til langana af ólíklegasta tagi. 

7. Afturför


Sjálfseyðileggingarhvöt getur kviknað þegar okkur gengur sérlega vel með einhver verkefni. Okkur fer að langa í fæði sem veldur okkur vanlíðan og í framhaldi af því langar okkur í meiri mat til þess að reyna að koma jafnvæginu á aftur. Þetta gerist þegar blóðsykurinn fellur og getur valdið skapsveiflum