Kjúklingabaunir – 5 snilldar aðferðir

14/06/2018
Kjúklingabaunir – 5 snilldar aðferðir

Kjúklingabaunirnar hafa yndislegt bragð sem líkist bragði af hnetum og áferð sem er mjölkennt en samt mjúk. 

Þær eru ríkar af trefjum, sem og eru góð uppspretta próteins.


kjúklingabaunir

Ristaðar kjúklingabaunir

 

1 dós niðurstoðnar lífrænar kjúklingabaunir

1 msk ólífurolía

½  tsk chilli- eða cayenne pipar

½  tsk sjávarsalt, fínmalað

Safi úr 1 límónu

 

Setjið kjúklingabaunirnar í sigti og skolið vel undir köldu rennandi vatni og leyfið þeim að þorna lítillega.

Blandið saman innihaldsefnunum og blandið síðan vel saman við kjúklinabaunirnar þannig að þær séu allar vel húðaðar.

Dreyfið á bökunarplötu með bökunarpappír á og ristið í 200 gráðu heitum ofni í 30-40 mín. 

Hrærðu í þeim á ca 10 mín fresti svo þær brenni ekki.

Berist fram kaldar.


Sætkartöflu og kjúklingabauna karrý


2 laukar

4 msk avacado olía

1 kúguð tsk kóríander fræ

1 kúguð tsk cumin fræ

1 msk garman masala

½ tsk túrmerik

3 hvítlauksrif, fínt söxuð

1 góð msk fersk engiferrót, kramin og söxuð

1 dós smáir tómatar

1 msk tómatpúrra

700 gr sætar kartöflur, afhýddar og skornar í litla teninga

1 dós kjúklingabaunir eða 400 gr soðnar

Sjávarsalt og pipar til að bragðbæta

Ferskt kóriander til að bera fram með.


Skerið niður laukana

Hitið olíuna á pönnu, og skellið lauknum á og látið malla í um 5 mín, passa samt að brúna laukinn ekki.

Bættu þá kóríander- og cumin fræjunum, garman masala, túrmerik, hvítlauknum og engiferrótinni út á og hrærðu vel í 2 mín.

Bættu tómatpúrrunni næst á og hrærðu vel.

Síðan er það sætu kartöflurnar og tómatarnir og hræra vel.

Settu lok á pottinn og leyfðu þessu að malla í 20 mín. 

Ef þér finnst þetta vera orðið þurrt þá er hægt að bæta vatni út í en það á samt að vera nægur raki í kartöflunum.

Bættu þá kjúklinabaununum út í og hrærðu vel og leyfðu þessu að malla í 5 mín.

Smakka til og bæta síðan ferskri kóríander og jafnvel kasjú smjöri eða kókosrjóma út á og njóta.


Salat með kjúklingabaunum


2 krukkur kjúklingabaunir

1 agúrka

6 tómatar, litlir

50 gr fetaostur

¼ bolli sítrónusafi

¼ bolli ólífurolía

1 tsk Dijon sinnep

½ tsk hunang

¼ bolli ferskt dill

Sjávarsalt og pipar til að bragðbæta


Sigtið safann af kjúklingabununum frá.

Skerið niður agúrku og tómata og skellið í skál með kjúklingabaununum.

Brjótið fetaostinn og hrærið saman.

Útbúið salatsósuna í annarri skál, hrærið saman sítrónusafa, olíu, sinnep, hunang og ferskt dill, smakkið til með sjávarsalti og pipar.

Hellið yfir salatið, hrærið og njótið


Hummus


400 gr kjúklingabaunir

¼ bolli sítrónusafi

¼ bolli tahini (sesamsmjör)

2-3 hvítlauksrif, kramin

2 msk ólífurolía

1 tsk sjávarsalt

½ tsk mulið kúmin

2-3 msk vatn

Papríkuduft


Skellið tahini og sítrónusafa í matvinnsluvél og þeytið vel saman.

Skafðu með hliðunum og þeyttu aftur saman.

Skellið olíunni, krömdum hvítlauk, kúmini og salti út í og þeytið saman í um 30 sek, skafið frá hliðum og þeytið aftur í 30 sek.

Skellið síðan kjúklingabaununum út í sem legið hafa í bleiti eða úr dós og vinnið í um 1 mín og skafið frá hliðum og vinnið aftur í 1-2 mín.

Berið fram með því að sáldra örlitlu paprikudufti yfir.    

Geymist í lokaðari krukku í um 7 daga.

kjúklingabaunir


Síðan er það soðið af kjúklingabaununum. 

Þessi dásamlegi vökvi sem kallaður er „aquafaba“. 

Það er hægt að nota í staðinn fyrir egg td ásamt því að geta búið til majó ásamt dásamlegar mareningar.


Aquafaba ís


100 ml aquafaba (vökvi af kjúklingabaunum)

100 gr kókospálmasykur

½ tsk eplaedik

150 ml kókosrjómi

1 tsk vanilla


Aquafaba sellt í skál ásamt kókospálma sykri og edik og þeytt vel sama.

Kókosrjómanum og vanilunni bætt út í og hrært pínu meir.

Skellt í form og inn í frystir yfir nótt.