Chia

10/07/2017
Chia

2 msk af chia innihalda 7 gr af trefjum, 4 gr af próteinum, um 200 mg af kalki og 5 grömm af omega 3

Kraftmesta, hentugasta og næringarríkasta ofurfæðan á markaðnum. Frábær uppspretta af heilpróteinum, vítamínum og steinefnum. Þau eru ríkasta plöntuuppspretta omega 3 fitusýra sem vitað er um. 9 falda þyngd sína af vatni, hjálpa til við að halda raka í líkamanum. Vegna þess hve mikið af vatni fræin drekka í sig og hve hátt hlutfall af vatnsleysanlegum trefjum þau innihalda þá eru þau kjörin til þess að stjórna betur kolvetnaupptöku líkamans. Fræin gera það að verkum að umbreyting kolvetna í sykur í líkamanum verða hægari sem leiðir til þess að orkan varir lengur og sveiflur í blóðsykri verða minni. Kolvetni eru uppspretta orku fyrir líkama okkar. Því lengri tíma sem að umbreyting kolvetna í sykur tekur, því meira jafnvægi er á efnaskiptunum, minna er um sveiflur í sykri og þar með sykurlöngun og því lengur höfum við orku til úthalds yfir daginn. Chia fræin eru einnig rík uppspretta af kalki og þar sem að þau innihalda einnig mikilvæga steinefnið boron þá á líkaminn auðveldara með að nýta kalkið sem að hann innibyrðir