Þú getur æft hvenær og hvar sem er

Við trúum því að þetta sé ekkert mál ef þú skilur út á hvað heilbrigður lífstílll gengur, skyndilausn er ekki málið.

Með yfir 20 ára reynslu vitum við að fólk er á mismunandi stað í mataræðinu og æfingunum og því sérsniðum við þjálfunina að hverjum og einum.

Umfram allt þarf æfinga áætlunin þín að snúa að því að bæta veikleika þína og líkamsstöðu ásamt því að byggja upp alhliða hreyfigetu og styrk

Þekking okkar mun hjálpa þér að finna út hvað er best fyrir þig!

Nálgunin sem við notum í næringaþjálfun okkar er einstök og spennandi nýjung í heilsugeiranum, heilsumarkþjálfun. Nám í heilsumarkþjálfun kennir allar helstu kenningar, kúra og tískusveiflur sem hafa komið fram um matarræði. Námið gengur líka að stórum hluta út á markþjálfun og kemur þar með einstaka nýja sýn inn í heilsugeirann. Heilsumarkþjálfun gengur út það að finna orsökin og vinna þannig úr „vandamálinu“ ef svo má kalla. Ef við vinnum með grunninn þá eru svo miklu meiri líkur á því að við náum að festa nýja lífstílinn í sessi.

Í stað þess að einblína á hitaeiningar, kolvetni, fitu, prótein og það sem þarf að forðast, þá leggjum við áherslu á að viðskiptavinir okkar skapi sér sína eigin hamingju og heilbrigt líferni sem er sveigjanlegt, skemmtilegt og án afneitunar,öfga og mismikils aga.

Það er ekki til nein ein gerð mataræðis eða þjálfunaraðferð sem virkar fyrir alla. Við munum leiða þig áfram í að finna þann mat, æfingar og lífstíl sem best styður við þig og þínar þarfir. Smátt og smátt munum við hjálpa þér að gera heilsusamlegar breytingar á lífi þínu. Markmiðið er að gera þínar óskir að veruleika.

Innifalið í þjónustu trainer.is er viðtal þar sem þú færð tækifæri til að ræða við fagaðila um heilsu þína, mataræði, þjálfun, markmið og hugsanlega þær áhyggjur sem þú hefur í þeim efnum. Einnig munum við hjálpa þér að finna út hvert þú ert að fara, hvað þú virkilega vilt og hvað virkar fyrir þig.

Afreksmenn
10 vikur
39000
  • Þrjú viðtöl og mælingar hjá þjálfara
  • Heilsufarsskýrsla
  • Hreyfigreining, styrktar og liðleika próf sem þú framkvæmir
  • Sérhæfð leiðrétting út frá skýrslu og viðtali
  • Þrjár sérhæfðar grunn styrktar áætlanir
  • Markþjálfun
  • Matseðlar
  • Matar- og hreyfingardagbók
  • Hvatning
  • Eftirfylgni
  • Fróðleikur
  • 150 bls bók með öllu sem þú þarft að vita í grunninn ásamt 100 uppskriftum
  • 10 daga hreinsun
  • Vikulegt endurmat
  • Aðgangur að þjálfara í gegnum trainer@trainer.is
  • Vikulegur póstur sem inniheldur endalausan fróðleik
  • Facebook grúbba
Heildarpakkinn (án viðtals)
10 vikur
29000
  • Heilsufarsskýrsla
  • Hreyfigreining, styrktar og liðleika próf sem þú framkvæmir
  • Sérhæfð leiðrétting út frá skýrslu og tölvupóst samskiptum
  • Þrjár sérsniðnar þjálfunaráætlanir, hvort sem þú vilt æfa í sal, heima eða vantar þessar extra aukaæfingar til að bæta þig í sérhæfðri íþrótt, ásamt sérhæfðri grunnstyrktaráætlun sem framkvæmd er heima.
  • Markmiðasetning / markþjálfun
  • Leiðbeiningar varðandi mælingar á árangri
  • Matseðlar
  • Matar- og hreyfingardagbók
  • Hvatning
  • Eftirfylgni
  • Fróðleikur
  • 150 bls bók með öllu sem þú þarft að vita í grunninn ásamt 100 uppskriftum
  • 10 daga hreinsun
  • Endurmat á 10 daga fresti
  • Aðgangur að þjálfara í gegnum trainer@trainer.is
  • Vikulegur póstur sem inniheldur endalausan fróðleik
  • Facebook grúbba
Heildarpakkinn
10 vikur
39000
  • Heilsufarsskýrsla
  • Hreyfigreining, styrktar og liðleika próf sem þú framkvæmir
  • Sérhæfð leiðrétting út frá skýrslu og viðtali
  • Þrjár sérsniðnar þjálfunaráætlanir, hvort sem þú vilt æfa í sal, heima eða vantar þessar extra aukaæfingar til að bæta þig í sérhæfðri íþrótt, ásamt sérhæfðri grunnstyrktaráætlun sem framkvæmd er heima.
  • Þrjú viðtöl og mælingar hjá þjálfara
  • Markmiðasetning / markþjálfun
  • Matseðlar
  • Matar- og hreyfingardagbók
  • Hvatning
  • Eftirfylgni
  • Fróðleikur
  • 150 bls bók með öllu sem þú þarft að vita í grunninn ásamt 100 uppskriftum
  • 10 daga hreinsun
  • Endurmat á 10 daga fresti
  • Aðgangur að þjálfara í gegnum trainer@trainer.is
  • Vikulegur póstur sem inniheldur endalausan fróðleik
  • Facebook grúbba
Næringarþjálfun
10 vikur
28000
  • Heilsufarsskýrsla
  • Sérhæfð leiðrétting út frá skýrslu og viðtali /tölvupóst
  • Þrjú viðtöl og mælingar hjá þjálfara/skype viðtöl
  • Markmiðasetning / markþjálfun
  • Matseðill sniðinn að þínum þörfum
  • Matardagbók
  • Hvatning
  • Eftirfylgni
  • Fróðleikur
  • 150 bls bók með öllu sem þú þarft að vita í grunninn ásamt 100 uppskriftum
  • 10 daga hreinsun
  • Endurmat á 10 daga fresti
  • Aðgangur að þjálfara í gegnum trainer@trainer.is
  • Vikulegur póstur sem inniheldur endalausan fróðleik
  • Facebook grúbba
Næringarþjálfun (án viðtals)
10 vikur
22000
  • Heilsufarsskýrsla
  • Sérhæfð leiðrétting út frá skýrslu og símtali
  • Markmiðasetning / markþjálfun
  • Matseðill sniðinn að þínum þörfum
  • Matardagbók
  • Hvatning
  • Eftirfylgni
  • Fróðleikur
  • 150 bls bók með öllu sem þú þarft að vita í grunninn ásamt 100 uppskriftum
  • 10 daga hreinsun
  • Vikulegt endurmat
  • Aðgangur að þjálfara í gegnum trainer@trainer.is
  • Vikulegur póstur sem inniheldur endalausan fróðleik

Ferlið

Þú skráir þig í fjarþjálfun með því að senda okkur tölvupóst á netfangið trainer@trainer.is

Þú færð send grunn gögnin,

• heilsufarsskýrslu sem þú skilar við fyrsta tækifæri,
• hreyfigreining, styrktar og liðleika próf sem þú framkvæmir og sendir okkur niðurstöðuna úr,
• bókina okkar sem inniheldur 150 blaðsíður og 100 uppskriftir,
• 10 daga matseðil af hreinni fæða sem þú prófar meðan við mótum grunninn þinn,
• upplýsingar um markmiðasetningu,
• leiðbeiningar varðandi mælingar á árangri,
• matar- og lífstílsdagbókar eyðublað.

Eftir að þú hefur skilað inn skýrslunni þá förum við yfir hana, höfum samband og mótum ferlið kringum þig. Þú færð síðan sendan matseðil og þjálfunaráætlun innan fjögurra sólarhringa.

Allar þjálfunaráætlanir okkar eru sérsniðnar að þér, þínum markmiðum og þjálfunar aðstöðu, hvort sem þú sért byrjandi eða í afreksþjálfun. Í grunninn leggjum við mikið upp úr grunnstyrktarþjálfun sem miðar að því að bæta veikleika þína og laga líkamstöðu og gerum því sérsniðna grunnþjálfunaáætlun ásamt þjálfunaráætluninni sem þú framkvæmir heima.

Næringaþjálfuna, sem einnig er innifalin inni í fjarþjálfuninni, vinnum við út frá heilsufarsskýrsluninni í grunninn. Þar fáum við greina góða mynda af stöðunni í dag. Við sendum þér 10 daga matseðil af hreinni fæðu og vinnum síðan saman í gegnum matardagbók að því að finna út rétta mataræðið fyrir þig og gera það að lífstíl.

Þú færð tölvupóst vikulega með fróðleik og hvatningu, endurmat á 10 daga fresti, eftirfylgni og yfirferð á matardagbók vikulega

Grunnurinn að pælingunni okkar er að kenna þér að gera þetta rétt og skilja það afhverju þú ættir frekar að gera þetta en ekki hitt.

Væntingar okkar með grunn 10 vikunum er að koma af stað varanlegum breytingum á lífi

LÆRA, HUGSA, GERA, TILEINKA SÉR OG SKILJA

Hvernig væri að skilja þetta. Finna rétta tempóið þitt í ræktinni og rétta mataræðið fyrir þig. Mataræði sem kallar ekki á sykur, gerir þig ekki þreytta/nn, kemur þér í geggjað form og bara gerir líf þitt betra á öllum sviðum.

Við erum búin að útbúa snilldar kerfi. Við fylgjum þér skref fyrir skref þar sem þú ert, fáum þig til þess að hugsa, kennum þér, hvetjum þig og fylgjum þér eftir.

Getur ekki klikkað !

Við viljum ekki hengja okkur á einhverja eina kenningu hvort sem er í kringum mataræðið eða æfingarnar. Það er ekki til einhver ein leið sem hentar öllum.

Við erum á því að fæðan sem við nærum okkur á þurfi númer 1,2 og 3 að innihalda næringaefni og sem allra minnst af aukaefnum, henta okkur og næra okkur. Við erum það sem við borðum.