Gæti þetta verið nýrna-þreyta?

24/09/2017
Gæti þetta verið nýrna-þreyta?

Daglegt amstur orsakar mikið stress og áreiti, sem vegur þungt á nýrnahettunum.
Nýrnahetturnar eru þríhyrningslöguðu innkirtlarnir sem sitja fyrir ofan nýrun. Þessir kirtlar bera m.a. ábyrgð á því að hafa stjórn á streitu viðbrögðum.
Þegar nýrnahetturnar eru þreyttar, getur líkaminn farið að finna fyrir ýmsum einkennum þess.

Algengustu einkennin sem orsakast af þreyttum eða útkeyrðum nýrnahettum eru:

• Óhóflegur sviti eða svitamyndun eftir aðeins litla eða enga hreyfingu
• Verkur í neðra mjóbaki og/eða hnjám
• Bauga undir augum
• Svimi
• Vöðvakippir
• Lár blóðsykur
• Ör eða óreglulegur hjartsláttur
• Viðkvæmni fyrir ljósi, eða erfiðleikar að sjá í myrkri
• Löngun í salt
• Lítið þol fyrir streitu, geðvonska
• Óhóflegar skapsveiflur eftir að hafa borðað kolvetni svo sem pasta, brauð, og sykur
• Krónískar sýkingar (gerla, bakteríu, veiru, sveppa, ger)
• Lár blóðþrýstingur
• Svimi við að standa upp
• Þreyttur en eirðarlaus, lélegur svefn
• Óslökkvandi löngun í sætindi og kolvetni, óþol fyrir áfengi
• Ótímabær öldrun
• Þurr, óheilbrigð húð með óreglulegum hörundslit
• Minnkandi lífshvöt og kynhvöt
• Vökvamyndun í brjóstum
• Tilhneiging að bregða auðveldlega
• Neikvæð viðbrögð við skjaldkirtils hormónum

Ef þig grunar að þú gætir verið að glíma við þreyttar nýrnahettur, takstu á við það um leið. Nýrnahetturnar eru rosalega mikilvægar fyrir heilbrigt ónæmiskerfið ásamt því að vera nauðsynlegar fyrir heilbrigða virkni skjaldkirtils.

 

Náttúrulegar leiðir til að styðja við nýrnahetturnar:

• Sofðu nóg. Þú verður að hvíla þig ef þú ætlar að hjálpa nýrnahettunum að verða sterkari. Það þýðir að fara uppí rúm á hverju kvöldi um 10 leytið. Gerðu þetta að forgangsatriði og stattu við það. Nýrnahetturnar þurfa sinn fegurðablund!
• Taktu sykur og unnin kolvetni úr fæðunni þinni. Sykur og einföld kolvetni(rusl!) setja streitu á kirtlana. Nýrnahetturnar hjálpa til við að hafa stjórn á blóðsykrinum.
• Fáðu prótein úr hreinum dýraafurðum. Borðaðu grænmeti, ávexti, hnetur, baunir, og korn.
• Hættu að drekka kaffi og drekktu nóg af fersku vatni á hverjum degi.