Sætuefni – eitur eða snilld?

20/09/2017
Sætuefni –   eitur eða snilld?


Ef þú hefur verið að spá í því að skipta yfir í sætuefni til þess að minnka sykur innihald þá gæti verið að það sé bara alls ekkert málið.

Gervisæta, sem kallast líka gervisykur, er efni sem notað er í stað sykurs og er oft bætt í matvæli og drykki til þess að gefa vörunni sætt bragð. 

Matvælastofnun ræður því hvaða gervisæta er á markaðnum.

sætuefni

Í DAG ERU FIMM TEGUNDIR GERVISÆTU Á MARKAÐNUM SEM SAMÞYKKTAR HAFA VERIÐ AF FDA:

Aspartme, selt undir vörumerkinu NutraSweet® og Equal®

Saccharin, selt undir vörumerkinu Sweet’N Low®

Sucralose, selt undir vörumerkinu Splenda®

Acesulfame K (eða acesulfame potassium), framleitt af Hoechs, þýskri efnaverksmiðju; mikið notað í matvæli, drykki og lyf víðs vegar um heiminn.

Neotame, framleitt af NutraSweet Company; nýjasta viðbótin á lista FDA sem löglegt gervisætuefni. Neotone er notað í gosdrykki og hitaeiningasnauð matvæli.


VANDAMÁLIÐ ER AÐ VIÐ ERUM MEÐ EFNI Á MARKAÐNUM SEM ER BARA ALLS EKKI FULLRANNSAKAÐ.



Samkvæmt Alþjóðlegu krabbameins stofnuninni (National Cancer Institute), finnast engar skýrar vísbendingar um að gervisæta á Bandaríkjamarkaði tengist áhættuþáttum krabbameins. Samt sem áður hafa margar rannsóknir sem gerðar hafa verið á rottum bent til þess að aspartame og saccharin tengist krabbameini, þar á meðal sjö ára rannsókn sem framkvæmd var af stórri óháðri krabbameinsvísindastofnun á Ítalíu.

CSPI (Miðstöð vísinda í þágu almennings) hvetur hins vegar alla til þess að forðast apartame, saccaharin og aceulfame K á þeim forsendum að þessi efni séu hættuleg sé þeirra neytt í stórum skömmtum, en líka vegna þess að þau hafa ekki verið rannsökuð nægilega mikið og eru ekki áhættunar virði. CSPI er líka með neotame og súkrósa á skrá sem óörugg sætuefni.

Aspartame er sérstaklega varhugavert þar sem að það inniheldur fenýlanín (50%), aspartic sýru og metanól (10%), þrjú mjög þekkt eitruð efnasambönd.


sætuefni

EFTIRFARANDI EINKENNI HAFA VERIÐ TENGD VIÐ NEYSLU ASPARTAME:


höfuðverkir                            ógleði                                       svimi

heyrnarskerðing                  tinnitus                                    svefnleysi

sjóntruflanir                          augnvandamál                      ofsjónir

minnisleysi                            óskýrmælgi                            vægt til alvarlegt þunglyndi

persónuleikatruflanir         ofbeldisfull hegðun             skapgerðarbreytingar

kvíðaköst                                ofvirkni                                    óreglulegur hjartsláttur

bjúgur eða bólgur                meltingatruflanir                  flog

húðskemmdir                       vöðvakrampar                        liðverkir

þreyta                                     PMS                                           óreglulegar blæðingar

brjóstverkir                           aukin matarlyst                      doði eða náladofi í útlimum


TIL ALLRAR BLESSUNAR HVERFA FLEST ÞESSI EINKENNI ÞEGAR NOTKUN ASPARATAME ER HÆTT.