Grænt og guðdómlegt

11/01/2017
Grænt og guðdómlegt

Grænt grænmeti er það grænmeti sem mest er ábótavant í næringu okkar í daglegri fæðu. Að læra að elda og borða grænt grænmeti er megin atriðið í að byggja upp góða heilsu. Þegar þú nærir líkama þinn með grænu grænmeti, þá hættir þig sjálfkrafa að langa í þá fæðu sem er ekki góð fyrir þig. Grænt grænmeti hjálpar þér að byggja upp “innri regnskóga” líkamans sem styrkja blóðrásar og öndunarkerfið. Það er sérstaklega gott fyrir fólk sem býr í þéttbýli. Við tengjum grænt við vorið, tíma nýrrar orku og uppbyggingar. Í Asískum læknisfræðum, er grænt tengt við lifur, tilfinningalegan stöðugleika og sköpun.

Grænt grænmeti er mjög ríkt af kalsíum, magnesíum, járni, fosfati, kalíum, zinki og A,C,E og K vítamínum. Þau eru troðfull af  trefjum, fólinsýru, chlorophyll (blaðgrænu) og fleiri snefilefnum. Veldu lífræna ræktun eða íslenskt sé það mögulegt. En betra er að nota ólífrænt heldur en að sleppa því.

Kostir þess að borða grænt grænmeti eru:

  • Hreinsar blóðið
  • Vörn gegn krabbameini
  • Bætir blóðrásar kerfið
  • Styrkir ónæmiskerfið
  • Styrkir heilbrigða þarmaflóru
  • Jafnar orkuflæði likamans
  • Léttir lund og minnkar depurð
  • Styrkir lifur, gallblöðru og nýru.
  • Hreinsar slímhúðakerfi, sérstaklega í lungum

Val um tegundir á grænu grænmeti eru margar. Veldu það sem þér finnst best og borðaðu það sem oftast. Ef þú verður leið/ur á því, prófaðu þá eitthvað nýtt sem þú hefur jafnvel aldrei heyrt um áður. Broccoli er mjög vinsælt, bæði hjá fullorðnum og börnum. Hver stilkur er eins og tré, gefur þér mikla orku og jarðtengingu.

Veldu fjölbreytni. Prófaðu líka: bokchoy, kína kál, grænkál, collards, vatna karsa, mustard greens (sinneps blöð), broccoli rabe, fíflablöð og annað grænt lauf.

Hvítkál er frábært, hvort heldur er eldað, hrátt eða sýrt. Ruccola, iceberg eða romain salat, mesclun og villt grænt blaðgrænmeti er venjulega borðað hrátt. En má að sjálfsögðu matreiða á þann hátt sem þú kýst.

Spínat, Swiss chard og rauðrófu lauf er best að borða ekki í of miklu mæli þar sem þau innihalda mikið magn oxalsýru, sem minnkar kalk í beinum og tönnum, og getur því valdið beinþynningu. Eldið þessa tegund grænmetis með t.d. tofu, fræum, hnetum, baunum, smjöri, dýra afurðum eða olíu. Það minnkar áhrif oxalicsýrunnar.

Sumt af þessu salati er ekki fánlegt á Íslandi eða hefur ekki fengið íslenskt heiti. Googlaðu bara nafnið og skoðau myndir, það gefur þér tækifæri til að finna það í “gænmetis hillunum” í búðinni, þar er alltaf verið að bæta um betur.

Sif Garðarsdóttir