Vítamín 101

11/01/2017
Vítamín 101

Þó svo að þú hafir það að leiðarljósi að reyna að fá sem mesta næringu út úr fæðunni sem þú borðar, þá er það bara orðið meira en að segja það. Eins og matarmenning okkar er í dag þá fáum við alltof litla næringu úr fæðunni, fæðan okkar er oft mikið unnin, næringarskert, erfðabreytt sem og oft er erfitt fyrir okkur að næra okkur 100% rétt í hraða samfélagsins. Þess vegna ráðleggjum við notkun bætiefna.

Fjölvítamín

Vítamín og steinefni eru okkur nauðsynleg og með örfáum undantekningum getum við ekki myndað þau sjálf, þau hjálpa líkamanum til dæmis að umbreyta fæðu okkar í orku, styrkja beinin og sjónina og örva efnaskiptin.

Vítamín eru lífræn undirstöðuefni sem líkaminn þarf fyrir eðlilega virkni fruma, vöxt og þroska. Vítamínin eru 13 talsins.

Vítamínum er skipt upp í fituleysanleg vítamín og vatnsleysanleg vítamín.

A,D,E og K eru fituleysanleg vítamín og ef þeirra er neytt í of stórum skömmtum safnast þau fyrir í fituvefjum líkamans.

B og C vítamín eru vatnsleysanleg og safnast ekki fyrir í líkamanum. Þau eru frásogin beint inn í frumuna og þegar við fáum of mikið af þeim þá skolum við því út með þvagi jafnóðum.

Vítamín Mikilvægi Skortseinkenni

A vítamín

Mikilvægt fyrir líkamann til að endurnýja sig. Nauðsynlegt fyrir sjónina, húðina og ónæmiskerfið. Stuðlar að vexti, sterkum beinum, heilbrigðri húð, hári, tönnum og tannholdi. Þurrkur í slímhúð, augnþurrkur, náttblinda.

B1 vítamín, tíamín

Nauðsynlegt fyrir eðlilega starfsemi taugakerfisins, meltingarfæra og hjarta. B1 getur einnig verið gott við þreytu Getur valdið hörgulsjúkdómnum, einkenni koma fram sem máttleysi og skert starfsemi hjarta og tauga

B2 vítamín, ríbóflavín

Nauðsynlegt ef um streitu er að ræða. stuðlar að heilbrigðri húð, nöglum og hári. Ýtir undir niðurbrot á næringarefna í líkamanum, styrkir sjón og dregur úr augnþreytu Bólga eða þroti í slímhúðum í munni, meltingarvegi, augum, húðbreytingar í munnvikum og ljósfælni.

B3 vítamín, níasín

Nauðsynlegt í efnaskiptum líkamans, til myndunar kynhormóna ásamt því að vera nauðsynlegt heilbrigðu taugakerfi og heilastarfsemi. Það er einnig miklivægt ef við viljum fallega húð og hár. Styður einnig  við lifrina og taugakerfið Hörgulsjúkdómar, niðurgangur, meltingartruflanir, andleg vanlíðan og geðræn einkenni

B5 vítamín, pantótersýra

Mikilvægt allri orkumyndun ásamt starfsemi nýrnahetta sem og nauðsynlegt nýmyndun mótefna. B5 stuðlar að lækkun blóðfitu og getur þannig verið góð forvörn gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Nauðsynlegt til nýmyndunar D vítamíns í líkamanum. Dregur út einkennum liðagigtar og örvar ónæmiskerfið. Blóðsykurskortur ásamt húð- og hárkvillum

B6 vítamín, pýridoxin

Nauðsynlegt við efnaskipti fitu og eggjahvítu, fyrir myndun adrenalíns og seratóníns sem og starfsemi lifrar og myndun tauga- og boðefna, s.s. mikilvægt fyrir starfsemi heila og vöðva Sprungur í munnvikum, húð flagnar kringum nef og augu, geðdeyfð, nýrnasteinar ásamt fleiru

B12 vítamín, kóbalamín

Nauðsynlegt fyrir heilbrigðan vöxt, húð og slímhúð, ásamt eðlilegri blóðmyndun, viðhaldi taugakerfisins og fruma heilans Fækkun rauðra og hvítra blóðkorna, sem leiðir til þreytu og aukinnar sýkingarhættu, skertrar hreyfigetu handa og fóta, minnistaps, sjóntruflana, ofskynjana, rangskynjana ásamt fleiru

C vítamín

Mikilvægt fyrir myndun bandvefs, vaxtar og heilbrigðis æða, beina, góms og tanna ásamt því að auka frásog járns. Ver frumur líkamans Skyrbjúgur, lausar tennur, tannholdsbólga, blóðleysi, þreyta, vöðvaslen, hæg græðsla sára og aukin hætta á smiti

D vítamín

Gegnir lykilhlutverki í upptöku kalks, fosfórs og annarra steinefna til viðhalds beina. Nauðsynlegt fyrir vöxt og þroska beina og tanna barna sem og starfsemi skjaldkirtils og fleiri kirtla Beinþynning, beinmeyra, vöðvarýrnun og tannskemmdir.  Skortur D-vítamíns í börnum veldur beinkröm eða vansköpun beina vegna kalkskorts.

E vítamín

Miklivægt fyrir frumöndun, efnaskipti kolvetna og fitu, vökvajafnvægi, uppbyggingu taugakerfis, eðlilega starsemi heiladinguls og kynfæra. Flýtir fyrir bata sára og er náttúrulegur sindurvari. Rannsóknir benda til þess að E vítamín geti átt þátt í að fyrirbygja hjarta og æðasjúkdóma Sjaldgæf, en lýsir sér með vökvasöfnun, sárum á húð og fækkun rauðra blóðkorna.

K vítamín

Aðstoðar við storknun blóðs og við að halda blóðflögum heilum. Mikilvægt í baráttunni við beinþynningu Sjaldgæf, en kemur fram sem aukin tilhneiging til að blæða, t.d. blæðing frá meltingarvegi og marblettir.