Hjálp ég er grænmetisæta, hvar fæ ég prótein?

04/09/2017
Hjálp ég er grænmetisæta, hvar fæ ég prótein?

Prótein

Það er ótrúlega lífseig míta að grænmetisætur borði alls ekki nóg af próteinum og mjög líklega gera margir það ekki en með því að lifa sem holl grænmetisæta þá á alls ekki að vera neitt mál að innbirgða nægilegt magn prótein.

Auðvelt er að fá nóg prótein úr jurtaríkinu, en það er gott að vita hvar það er að finna. Baunir, linsur, tófú, sojavörur, hnetur, hnetusmjör, fræ og kínóa eru dæmi um próteinuppsprettur fyrir veganisma. Einnig fæst prótein úr kornvörum og grænu grænmeti.

Uppspretta próteins fyrir grænmetisætur

 

Korn

Uppistaða í allri siðmenningu í heiminum. Með aukinni inntöku korns minnkar oft löngun/þörf í mikið af öðrum matartegundum. Heilkorn, eins og hrísgrjón, hirsi, kínóa, bókhveiti, hafrar og haframjöl, eru mjög ólík unnu korni. (Passaði þig þó á hveitinu, amk ólífrænu)

Baunir

Innihalda fullkomnari prótein en nokkuð annað grænmetisfæði. Notið ferskar baunir sem eru minni, eins og klofin baun, mung eða adzuki baunir ef þú ert ekki vön/vanur að borða baunir. Til að gera þær auðmeltari, leggið þær í bleyti yfir nótt, bætið við kryddi eða edik, skolið froðuna, sjóðið eða maukið og borðið í litlu magni.

 

Soja

Sojabaunir eru erfiðastar baunanna í meltingu. Samkvæmt venju borðaði fólk óþroskaðar sojabaunir sem kallast edamame, bjuggu til tofu, eða gáfu sér tíma til að láta þær spíra til að búa til temped, miso og tamari. Það er besta leiðin til að neyta soja fyrir flesta, nema þeir hafi óþol fyrir spíruðum mat.

Tískan í dag, að neyta soja vara á margvíslegan ónáttúrulegan hátt, mikið unnið eins og auglýst sojamjólk, sojakjöt og sojaís, gæti ekki verið góð hugmynd. Enn fremur hefur mikið af fólki ofnæmi fyrir soja. Sojabaunirnar eru ein af erfðabreyttustu tegundinni, svo það er mjög mikilvægt að borða lífrænar sojavörur.

Soja mjólk

Alls ekki hollustu fæða, frekar mjög unnin fæða, nema hún sé heimatilbúin. Notist aðeins í stuttan tíma ef hún er notuð yfir höfuð. Hún lítur út eins og mjólk, bragðast eins og mjólk og hefur sömu áhrif og mjólk. Það sama á við um alla auglýsta mjólkur staðgengla.

Hnetur

Yfirleitt álitnar fita, ekki prótein en innihalda þó slatta af próteinum.

Jarðhnetur, sem eru raunverulega grænmeti, innihalda miklu meira prótein en allar aðrar hnetur

Prótein stykki

Sum eru miklu betri en önnur. Mörg innihalda mjög mikið magn af aukaefnum og ónáttúrulegum sætuefnum. Þau koma ekki í staðinn fyrir máltíð.

Prótein duft

Leitaðu eftir hágæða innihaldsefnum. Alls ekki ráðlagt í stórum skömmtum; borðaðu eins mikið af hreinum, náttúrulegum mat og þú hefur kost á.

Seitan

Einnig kallað glúten eða „hveiti-kjöt,“ seitan er mjög próteinrík afurð sem er búin til úr hveiti glúteni. Ekki óunnin fæða en samt ekki of-unnin – sérstaklega ef það er heimatilbúið. (Þar sem þessi afurð er hreint glúten þá er hún ekki hentug fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir glúteni)

Blaðgræna

Spergilkál, spínat, kál og vætukarsi innihalda öll prótein. Blaðgræna er sá matur sem er hvað mest kenndur við langlífi vegna þess að hann inniheldur mikið magn af magnesíum, járni og kalsíum.