Vatn

20/04/2017
Vatn

Flest okkar gerum okkur alls ekki grein fyrir mikilvægi vatns.

Að fá dagsskammt af vatni hjálpar líffærunum að starfa rétt, hjálpar húðinni að hreinsa sig og næra og hjálpar líkamanum að starfa eðlilega.  Mikið af fólki finnst mjög erfitt að drekka nægilegt vatn yfir daginn, sérstaklega á sumrin þegar við eigum til að hreyfa okkur meira og eyða meiri tíma í sólinni.  Að drekka nægilegt magn vatns er nauðsynlegt.

Það að drekka ekki nægilegt magn getur orsakað lélega melting, seina hugsun, útbrot, hausverk, andremmu og almenna þreytu.

Settu stórt glas á náttborðið hjá þér og drekktu það strax og þú vaknar á morgnanna.  Þetta dregur fram eiturefni frá gærdeginum og endurræsir kerfið, kveikir á því fyrir daginn sem er framundan.  Hafðu flösku af vatni við hendina yfir daginn, hvort sem þú ert á ferðinni eða við skrifborðið.  Það að hafa vatn við hendina minnir þig á að taka sopa þegar þú ert þyrst/þyrstur.  Fyrsti sopinn mun láta þig vita hversu mikið magn þú þarft hverju sinni.  Með því að drekka megnið af dagsþörfinni fyrir kvöldmat mun möguleikinn á truflun á svefni minnka til muna þar sem þig ætti ekki að langa til að hella í þig stóru glasi af vatni fyrir svefninn.

Hvað með magn, hversu mikið vatn þurfum við ?

Oft er talað um að allir eigi að drekka 2 lítra yfir daginn, það er svosem ágætis viðmið en gott er að reikna sína vatnsþörf með því að margfalda líkamsþyngd með 30 ml, þe. 60 kílóa manneskja ætti því að vera að drekka um 1,8 lítra.
Prófaðu að setja nokkur blöð af mintu, sneið af sítrónu, raspað engifer, steinselju eða sneið af appelsínu út í vatnið til að fá tilbreytingu – gæti jafnvel freistað þín meira.  Með því að drekka te eða djús úr fersum ávöxtum og grænmeti hjálpar einnig til við að vökva líkamann

Fyrir frekari upplýsingar: Your Body’s Many Cries for Water, eftir Fereydoon Batmanghelidj, M.D. og Integrative Nutrition, eftir Joshua Rosenthal