Huglæg þjálfun sem skilar árangri

10/01/2017
Huglæg þjálfun sem skilar árangri

Jæja komið að æfingu? Allt að gerast..

En hefur þú einhvern tímann spáð í því hvar þú ert með Hugann á æfinguni?

Hugurinn er nefnilega snilldar apparat sem gleymist ótrúlega oft að huga að.

Því það er bara þannig að ef hugurinn er ekki með þér þá nærðu ekki þeim árangri sem þig þyrstir
í, sama hver hann er …

 

Hvert er markmiðið með æfingunni ?

Bara að mæta til þess að geta hent einni ræktarmynd á instagram eða snapchat?

Eða ertu að mæta all in, taka á því til að ná árangri ?
– Hvort skiptir þig meira máli heilsan þín eða social media? (netheimurinn)

 

Hefur þú eitthvað spáð í því hvert markmið þitt sé með því að mæta á æfinguna?

Hvernig ertu að akta þegar þú æfir?

Ertu í þínum heimi eða ertu að horfa á fólkið í kringum þig? Pæliru meira í náunganum sem er við hliðina á þér a
ð gera axlarpressu og ertu líka að pæla í því hvað hann er með djöfull stórar axlir?

Ertu kannski bara að mæta á æfinguna til þess að klára hana. Þá getur þú líka sagt við alla: ,,æj var bara klára ræktina“ en í rauninni varstu bara þarna til þess að vera þarna, tekur nokkrar instagram myndir til þess að geta sýnt heiminum að þú sért meira að fara í ræktina fyrir netið en ekki sjálfan þig?

Þetta snýst ekki alltaf um að mæta til að pumpa í vöðvana eða taka spretti á hlaupabrettinu….

Þetta snýst nefnilega aðallega um andlegu hliðina á æfingum og að vera 100% hungraður í árangurinn!!

Árangurinn sem þig langar að ná og að vera sáttur með sjálfan þig hvort sem það er að vera í betra formi eða í réttu andlegu jafnvægi við sjálfan þig.

Að mæta á æfingar snýst um að mæta með hausinn á æfinguna, ef að andlega hliðin er ekki með þér og þú ert þarna eins og hauslaus kjúklingur í einhverri hjörð þá ertu aldrei að fara ná markmiðum þínum sem ÞÚ einstaklingur góður ætlar að ná!

Hvernig ertu með hausinn skrúfaðan á þig þegar þú mætir og ert á æfingunni?!!

Hvort ertu meira peppaður að klára þessa æfingu eða ertu peppaður í það að slátra þessari æfingu?

 

If you keep doing what you always done,

You keep getting what you always gotten – DR. Eric Thomas

 

Hvað getur ÞÚ gert til þess að vera með betri einbeitingu á æfingunni.

Andlegur undirbúningur og 100% einbeiting er lykillinn að því. Mættu á æfinguna með þína tónlist þannig þú sónir út allt sem er í kringum þig og hafir sterkan huga á æfingunni sjálfri. Til þess að gera hugann sterkari þá getur þú notað skynmyndir áður en þú ferð á æfingu og á æfingunni sjálfri.

Hvað eru skynmyndir? Skynmyndir eru ímyndað hugarafl sem ÞÚ býrð til í höfðinu á þér. Þín sýn á sjálfum þér að framkvæma einhverja æfingu. Þetta verkfæri er mikið notað af íþróttamönnum og væri ekki vitlaust hjá þér einstaklingur góður að bæta við í verkfæra töskuna hjá þér til að gera enn betur í ræktinni eða í íþróttinni sem þú stundar.

Sjálfur nota ég skynmyndir þar sem ég spila handbolta. Ég gef mér nokkar mínútur til þess að liggja upp í sófa, loka augunum og fer yfir atriði sem ég ætla að gera betur. Ég nota þetta ekki bara upp í sófa heldur einnig þegar ég fer að lyfta, í sprettum og snerpu æfingum og til þess að bæta getuna hjá mér.

Á sjálfum æfingunum þá nota ég tónlist sem peppar mig upp, og á sama tíma meðan ég er að lyfta, hlaupa, hoppa eða hvað sem er, á meðan ég æfi þá bý ég til myndir inn í höfðinu á mér þar sem ég er að framkvæma einhverjar hreyfingar eða að brjóta mig í gegnum vörnina, setja boltann í netið, ná að klára mikilvægt brot í vörninni eða ná að stela bolta sem skilar marki úr hraðahlaupi.

Ég sé ekki alltaf fyrir mér það góða ég þarf líka fara í gegnum skot sem ég hef klúðrað, sendingar sem hafa ekki skilað sér á samherja, tapað maður á mann í vörninni en þetta eru hlutirnir sem ég laga í höfðinu á mér sem síðan lagast hjá mér inn á vellinum.

Gefðu þér 5 mínútur fyrir æfinguna í að nota þessa tækni, hvort sem þú ert á leiðinni á íþróttaæfingu eða á leiðinni í ræktina. Lokaðu augunum og búðu til þitt pepp í huganum á þér og sjáðu hvernig æfinginn þín verður.

Þetta byrjar allt á sýn sem þú býrð til, sýn sem þér langar að ná, sýn sem þú einn sérð og þig langar að ná henni… alveg sama hvað þú þarft að gera til þess að ná henni.

Ef þú trúir á sjálfan þig, heldur áfram að pressa á þig og hafa trú á verkefninu þá kemur að því að einn daginn stendur þú upp sem sigurvegari í þínu markmiði og þarft þar af leiðandi að finna þér nýtt markmið til að klára… Lífið heldur áfram.

 

Því það er ekkert betra en sterkur hugur, búðu til þína sýn á þér!

 

Guðjón Ingi Sigurðsson
ÍAK Styrktarþjálfari