10 leiðir til að fást við sykurfíkn

04/04/2018
10 leiðir til að fást við sykurfíkn


Hættu að reyna að sannfæra þig um ágæti þess að borða sykur

Eftirfarandi eru 10 atriði til að hafa bakvið eyrað:

 

Minnku eða hættu kaffidrykkju

Upp- og niðursveifla sem fylgir kaffidrykkju orsakar vökvatap og sveiflur á blóðsykri, sem aftur veldur meiri sykurþörf.

 

Drekktu vatn

Stundum er vatnsskortur orsök sykurfíknar. 

Áður en þú færð þér sætindi fáðu þér þá eitt glas af vatni og hinkraðu í nokkrar mínútur og sjáðu hvað setur. 

Sæta drykki og gos ber að forðast vegna mikils sykur innihalds.

 

Borðaðu sætt grænmeti og ávexti.

Það er bæði hollt og gott. Því meira sem þú borðar af því, því minni verður sykurþörfin.

sykur

Notið vönduð sætuefni og forðist gervisætuefni og mat með viðbættum sykri. 

Notið góð sætuefni eins og hunang, hlynsíróp, brúnt hrísgrjónasíróp, þurrkaða ávexti, stevia eða byggmalt.

 

Hreyfðu þig.

Það hjálpar til við að ná jafnvægi á blóðsykurinn, gefur aukna orku og minnkar spennu án þess að þér finnist þú þurfa að innbyrða sykur.

 

Sofðu meira, hvíldu þig og taktu slökun.

Þegar þú ert uppspennt/ur mun líkaminn frekar krefjast orku í formi sykurneyslu. 

Þessi löngun er oft vegna svefnleysis, við förum of seint að sofa eða vöknum of snemma allt árið um kring.

 

Það að borða of mikið af kjöti getur skapað sykurlöngun.

Útilokið fitusnautt og fituskert snarl.

Þessi fæða inniheldur mikið magn sykurs til að bæta upp skort á bragðefnum og fitu og orsakar þannig miklar sveiflur á blóðsykrinum.

 

Gerið tilraunir með krydd.

Kóríander, kanill, engifer, kardimommur og negull sæta mat á náttúrulegan hátt og minnkar sykurlöngun.

 

Hægðu á þér og finndu það sæta í lífinu án sætinda.

Líkami þinn þarf líffræðilega ekki á sykri að halda, en hann þráir knús, gæðatíma með vinum, tíma út í náttúrunni, æfingar, nudd o.s.frv. 

Þegar lífið sjálft verður nógu sætt þarf engin aukaefni til að bæta það upp