„Allir sjúkdómar eiga
upphaf sitt í meltingarveginum“
– Hippókrates
10 Daga hreinsun
Við ætlum að sneiða hjá öllum þekktustu óþols og ofnæmisvöldunum úr mataræðinu, mjólkurvörur, glúten,, sykur. Heilbrigð hreinsun er mikilvæg þar sem hún gerir okkur kleift að losa okkur við það sem nærir ekki líkama okkar. Við lifum í eitruðu umhverfi og bæði öndum að okkur eiturefnum og borðum eiturefni á hverjum degi.
Þegar eiturefni hafa náð að safnast fyrir í líkama okkar getur hann átt í stökustu vandræðum með að vinna vinnuna sína. Hann getur ekki sinnt efnaskiptunum fyllilega, afeitrað okkur, frásogað næringar- og steinefni eða komið í veg fyrir ofþornun. Afeitrun er nauðsynleg til að upplifa heilbrigði, hamingju og til að hjálpa okkur að verjast sjúkdómum. Þó svo við náum ekki að afeitra okkur algerlega þá skiptir samt miklu máli aðlosa um uppsöfnunina á eiturefnunum reglulega.
Við förum jú út með ruslið heima hjá okkur.
21 dagur á hreinu mataræði
Ég útbjó þennan grunn leiðavísir að 21 degi á hreinu mataræði sannfærð um að hann mun efla þig, hvetja þig og vera þér góð stoð í komandi ferðalagi að léttara, orkumeira og betra lífi.
Á meðan á hreinsuninni stendur munt þú hreinsa líkamann af eiturefnum ásamt því að þú ferð að upplifa nýja hluti, þú gætir öðlast betra jafnvægi, vera betur nærð/ari, upplifa frískari líkama, hafa betra sjálftraust, vera meðvitaðri um það á hverju þú nærir þig auk þess að þú munt jafnvel átta þig á því hvað það er sem þig langar í þegar heilsa þínu og líf eru annarsvegar.
Ég útbjó þennan grunn leiðarvísi fyrir 21 dag á hreinu mataræði til að varpa ljósi á það hversu auðvelt það er að næra sig á hollum og góðum mat. Þessi verkfæri eru hvati til þess að líða vel og auðvitað líta ólýsanlega vel út. Svo það er ekki eftir neinu að bíða…. Hlakka til að fylgjast með þér vaxa og dafna næstu 3 vikurnar. Það eru viss forréttindi að fá þann heiður að fylgja þér í gegnum þessar frábæru breytingar á lífi þínu næstur vikurnar.
Einnig fylgir uppskrifta hefti með sem inniheldur fullt af góðum og girnilegum uppskrifum.
Paleo
Þegar við erum rétt nærð þá eigum við mun auðveldara með að missa aukakílóin, höfum betri stjórn á líðan okkar, hlæjum meira, brosum meira og erum, almennt séð, í betra jafnvægi.
Ef „maturinn“ lítur út fyrir að vera búinn til í verksmiðju, ekki borða hann!
Að fæðan
sé sem minnst unnin og sem nálægust sínu upprunalegu formi
innihaldi sem minnst sykurs
innihaldi ekki glúten
innihaldi sem mest næringargildi
innihaldi góðar fitu
sé auðbútanlegt
hjálpi líkamanum að afeitra sig
innihaldi bólgueyðandi hvata
Vegan
Mismunandi ástæður liggja fyrir því að fólk kýs að sneiða hjá neyslu dýraafurða, hvor sem er dýraverndunar sjónarmið, erfðabreytingafræði, umhverfissjónarmið, heilsuverndar sjónarmið, fæðuofnæmi, óþol, erfiðleikar með meltingu ásamt fleiru.
Grænmetisætu menningun sem við lifum við í dag hefst raunverulega 1971 þegar bókin Diet for a Small Planet kom út eftir höfundinn Frances Moore Lappé.
Hún kom fram með kenningar um sameinuð prótein og hóf þar með heilsu byltingu.
Bókin varð metsölubók og seldist í yfir þrem milljónum eintaka og er fyrsta útefna bókin sem fjallar um umhverfisáhrif kjötframleiðslu sem gæti stuðlað að alþjóðlegu fæðuleysi.
Í grunninn barðist hún fyrir veganhisma útfrá umhverfissjónarmiðum sem þýða í grunninn að velja ávallt það besta fyrir líkama og jörð okkar