D vítamín

30/03/2017
D vítamín

D vítamín er það vítamín sem að mínu mati flesta Íslendinga skortir. Sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á mikilvægi daglegrar neyslu þess, en þetta magnaða vítamín er talið hjálpa til við að hindra beinþynningu, þunglyndi, krabbamein, sykursýki, offitu og fleira. D-vítamín trónir líklega á toppnum sem vanmetnasta næringarefnið í heimi næringarfræðinnar. Það er sennilega af því að það er ókeypis; líkami þinn framleiðir það þegar húð þín kemst í snertingu við sólarljós. Sannleikurinn er sá að fæstir þekkja söguna á bak við D-vítamínið og hvaða áhrif það hefur á heilsuna.

D-vítamín er framleitt af húðinni til að hún geti varið sig fyrir útfjólubláum geislum náttúrulegs sólarljóss.

Það er nánast ómögulegt að fá nægilegt magn D-vítamíns úr mataræðinu. Sólarljós er eina áreiðanlega leiðin til að líkaminn geti framleitt D-vítamín. Líkami okkar framleiðir eingöngu D-vítamín þegar hann verður fyrir geislum sólar en fatnaður og sólarvörn vinnur á móti því ferli.

Því fjær miðbaugi sem þú býrð, þeim mun lengri tíma þarftu í sólinni til að framleiða D-vítamín. Ísland er t.d. mjög langt frá miðbaugi.

Fullnægjandi magn D-vítamíns er nauðsynlegt fyrir kalsíumupptöku í þörmunum. Án fullnægjandi magns D vítamíns getur líkami þinn ekki unnið úr kalsíum.

Krónískan D-vítamín skort er ekki hægt að laga á einni nóttu; það krefst nokkurra mánaða D-vítamín-neyslu og veru í sólarljósi að byggja beinin og taugakerfið upp aftur.

Jafnvel veik sólarvörn (SPF 8) minnkar getu líkamans til að framleiða D vítamín mjög mikið. Sólarvarnir geta jafnvel valdið sjúkdómum með því að valda krítískum vítamínskorti í líkamanum.

Það er ómögulegt að framleiða of mikið D-vítamín í líkamanum úr sólarljósi: líkami þinn mun stilla sig sjálfan af með því að framleiða bara það sem hann þarf.

Ef þig verkjar við það að þrýsta þéttingsfast á bringubeinið þá getur verið að þú þjáist af D-vítamínskorti.

Það að hafa skerta nýrna- eða lifrarvirkni hefur áhrif á getu líkamans til að dreifa D-vítamíni.

Um að gera að græja D vítamínið sem fyrst