Kínóa (Quinoa)

12/12/2017
Kínóa (Quinoa)



KÍNÓA ER NÆRINGARÍKAST OG FLJÓTLEGAST AÐ ELDA AF ÖLLUM KORNTEGUNDUM. 

ÞAÐ ER MJÖG PRÓTEINRÍKT OG HEFUR VERIÐ RÆKTAÐ OG NOTAÐ TIL MATAR, Í UM 8000 ÁR Á HÁSLÉTTUM ANDESFJALLA Í SUÐUR- AMERÍKU. 

KÍNÓA GERÐI ÞAÐ AÐ VERKUM AÐ INCA INDIÁNAR GÁTU HLAUPIÐ LANGAR VEGALENGDIR Á HÁSLÉTTUNUM.

 
kínóa

EIGINLEIKAR:

• Inniheldur allar þær 8 amínsýrur sem nauðsynlegar eru fyrir líkamann, til þess að mynda heilt prótein (complete protein).

• Prótein innihald þess er það sama og í mjólk.

• Inniheldur hátt hlutfall B vítamína, járn, zinc, kalíum, kalk og E-vítamína.

• Glúteinlaust og auðmeltanlegt.

• Mjög góð fæða til að auka úthald (þrek og þol)

• Styrkir nýru, hjarta og lungu.


NOTKUNARMÖGULEIKAR:

Þegar kínóa er eldað, opnast ytri hluti fræsins sem verður stökkur en innri hluti fræsins verður mjúkt og hálfgegnsætt. Þessi tvöfalda áferð gerir kínóað svo ljúffengt, fjölbreytilegt og skemmtilegt að borða. Til þess að spara tíma er sniðugt að elda mikið kínóa og nota það svo í margar máltíðir. Það má hita kínóað upp með smá soja eða hnetumjólk og búa þannig til morgungraut. Einnig má bæta í hann þurrkuðum ávöxtum, hnetum og kanil ef maður vill hafa grautinn aðeins sætan. Ef nota á kínóa í salat má bæta í það hráu grænmeti og salatdressingu og ef maður vill gera heitan smárétt má bæta í það niðurskornu heitu rótargrænmeti. Geymið óeldað Kínóa á þurrum, köldum og dimmum stað í vel lokaðri glerkrukku og þá geymist það í eitt ár.


ELDUN:

Áður en kínóað er soðið þarf að hreinsa það vandlega til þess að fjarlægja “saponin” lagið af því. Saponin er beiskt náttúrlegt eiturefni sem umlykur kornið. Þegar búið er að fjarlægja “saponin” lag kornsins myndar það eins og sápuvatn. Kínóað er hreinsað áður en því er pakkað, en það er öruggara að hreinsa það aftur áður en það er eldað. Setjið kínóað í sigti og hreinsið vandlega.


GRUNNUPPSKRIFT AF KÍNÓA:

Undirbúnings tími: 2 mín.

Eldunartími: 15-20 mín.

Fyrir: 4

1 bolli kínóa

2 bollar vatn

krydd eftir smekk

• Hreinsa kínóað með sigti þar til vatnið sem rennur af er orðið tært.

• Setjið kínóað í pott ásamt vatni. Setjið lokið á og hitið að suðu.

• Minnkið hitann og eldið við vægan hita í 15 mín. eða þar til allt vatnið er horfið.

• Takið pottinn af eldavélinni og látið standa í 5 mín. með lokið á. Hrærið í með gaffli.

• Kryddið eftir smekk.

* til að fá ljúffengt ristað bragð, þurrristið kínóað í 5 mín. á pönnu áður en því er blandað  saman við vatn.



FLJÓTLEGUR KÍNÓA MORGUNMATUR:

Undirbúningur:  5 mín.

Eldunartími:  25 mín.

Fyrir: 4

3 bollar vatn

1 bolli kínóa

¼ bolli niðurskorið grasker/kúrbítur (squash)

¼ bolli þunnskorin gulrót

¼ bolli rúsínur

¼ bolli möndlur

¼ bolli sesamfræ

¼ bolli soja- eða hnetumjólk

• Hreinsa kínóað vandlega með sigti þar til vatnið sem notað er er orðið tært

• Sjóða 3 bolla af vatni

• Hella kínóa út í sjóðandi vatnið

• Minnka hitann og láta malla í 20 mín.

• Þegar kínóað er hálfeldað, bætið graskeri/kúrbít, gulrótum, rúsínum, möndlum og sesamfræjum útí

• Þegar eldunartíma er lokið, takið af hellunni og bætið mjólkinni við

KÍNÓA SALAT:

Undirbúningur:  5 mín.

Eldunartími:  15-20  mín.

Fyrir: 6

1 ½ bolli soðið kínóa

3 bollar vatn

¼ bolli lime safi

½ bolli ólífuolía

1 bolli skorin steinselja

½ bolli niðurskorinn perlulaukur

½ bolli niðurskornir tómatar

Salt og pipar eftir smekk

• Hreinsa kínóað vandlega með sigti þar til vatnið sem notað er er orðið tært

• Setjið hreinsað kínóa á pönnu og eldið við lágan hita þar til allt vatnið er gufað upp og þið finnið smá lykt af ristuðu kínóa,  notið trésleif til að hræra með

• Bætið við vatni og örlitlu salti, hrærið

• Setjið lok á pönnuna og látið suðuna koma upp

• Lækkið hitann og látið malla við vægan hita í 10 – 15 mínútur, eða þar til vatnið er gufað upp

• Takið pönnuna af hellunni og látið hana standa á borði með lokinu á í 5 mín. Hrærið síðan í með gaffli.

• Setjið allt saman i skál og berið fram.