Þurrburstun

29/12/2017
Þurrburstun

Til að auka hreinsigetu húðarinnar og starfsemi þessa stærsta líffæris okkar er gott að bursta hana einu sinni til tvisvar á dag.

Best er að skrúbba húðina með hringlaga hreyfingum frá fingrum að nafla og síðan frá tám upp að nafla.

Húðina á að bursta þurra og þannig að hún roðni, þetta er ekkert þægilegast í heimi fyrst en þetta er mjög fljótt að venjast og verða gott.

Best er að gera þetta fyrst á morgnanna eða áður en farið er að sofa og auðvitað með bursta úr náttúrulegum hárum.

 

Skrúbbun með heitu handklæði.

 • Skrúbbun getur verið framkvæmd fyrir eða eftir bað, jafnvel hvenær dags sem er. Allt sem þú þarft er vaskur með heitu vatni og miðlungsstórt bómullarhandklæði.
 • Leiðbeiningar
 • Skrúfið frá heita vatninu og fyllið vaskinn.
 • Haldið í báða endana á handklæðinu og leggið í heita vatnið
 • Vindið handklæðið.
 • Byrjið á að skrúbba húðina varlega meðan handklæðið er enn heitt og rakt.
 • Skrúbbið einn hluta líkamans í einu: t.d. byrjið á höndum og fingrum og vinnið ykkur upp handleggina og axlir, skrúbbið háls og andlit, síðan niður bringuna og efri hluta baksins, kvið, neðri hluta baksins, rasskinnar, fótleggi, fætur og tær.
 • Skrúbbið þangað til húðin verður aðeins bleik eða þangað til hver líkamshluti verður heitur.
 • Hitið handklæðið oft með því að dýfa því í heita vatnið í vaskinum, eftir að hafa skrúbbað hvern líkamshluta eða þegar handklæðið byrjar að kólna.

 

 

Kostir burstunar/skrúbbunar

 • Dregur úr vöðvaspennu.
 • Eykur orku á morgnana og veitir djúpa slökun á kvöldin.
 • Opnar svitaholur sem hjálpar til við að losa eiturefni.
 • Mýkir leifar af harðri fitu undir húðinni og auðveldar þeim að hverfa.
 • Leyfir auka fitu, slími, appelsínuhúð og eiturefnum að komast út um húðina í staðinn fyrir að safnast fyrir í kringum mikilvæg líffæri.
 • Dregur úr streitu með róandi nuddi á húðina.
 • Róar hugann.
 • Eykur blóðstreymi.
 • Auðvelt nudd og nærandi sjálfsumönnun.
 • Dreifir orku í gegnum orkustöðvar líkamans.