Drekkur þú kaffi ?

28/04/2017
Drekkur þú kaffi ?

Koffín – 10 sérkenni

Hjarta- og æðasjúkdómar

Koffín eykur hjartslátt, hækkar hjartsláttinn og getur stuðlað að hjartasjúkdómum. Bæði með því að drekka koffínlaust og venjulegt kaffi getur þú hækkað slæma kólesterólið og vísindin hafa einnig sannað að lífefnafræðilega getur það aukið hættuna á hjartaáfalli. Koffín er einnig tengt kransæðastíflu.  Kransæðastífla veldur um 20% banvænna hjartaáfalla sem leiða annars fullkomlega heilbrigt fólk í dauðann.

Stress

Koffín hvetur dreifingu stress hormóns, sem getur aukið kvíða, óróleika, spennu og verki í vöðvum, meltingartruflanir, svefnleysi og lækkun á ónæmi. Aukning á stresshormóni getur komið í veg fyrir heilbrigða svörun við daglegri streitu

Tilfinningarleg truflun

Kvíði og óróleiki eru aðalsmerki tilfinningarlegrar truflunar sem tengjast koffínneyslu, en jafn mikilvægt og þunglyndi og athyglisbrestur. Þunglyndi getur komið fram við “niðurtúrinn” eftir koffínörvunina. Einnig getur það komið fram á “batatímabilinu” þegar hætt er að drekka kaffi á meðan heilavirkni er að aðlagast.

Frekar en að hækka andlega virkni, getur koffín raunverulega lækkað blóðflæði til heilans um allt að 30% og haft mjög neikvæð áhrif á minni og andlega frammistöðu.

Sveiflur í blóðsykri

Sykursjúkir og “hypoglycemic” ættu að forðast koffín. Koffín örvar tímabundið flæði blóðsykurs sem leiðir svo til offramleiðslu insúliíns, sem kallar svo á blóðsykurfall innan stundar. Þessi rússíbani kallar á þyngdaraukningu þar sem insúlínið sendir líkamanum skilaboð um að geyma auka sykur sem fitu.

Vélindabakflæði / brjóstsviði

Margir upplifa brennandi tilfinningu í maganum eftir að hafa drukkið kaffi, af því að kaffi veldur aukningu á seyting af saltsýru, sem getur aukið líkurnar á magasári. Kaffi, meira að segja koffínlaust, dregur úr líkunum á þrýsting á hjartalokunum milli vélinda og maga svo mjög súr vökvi úr maga nær að flæða til baka upp í vélinda, sem getur svo leitt til brjóstsviða og vélindabakflæðis.

Næringarskortur

Koffín hamlar líffærunum að soga til sín sum næringarefnin og getur valdið því að líkamanni skilar kalsíum, magnesíum, potassium, járni og snefil af steinefnum út með þvagi.

Algeng heilsuvandamál karlmanna

Milton Krisiloff, MD, hefur fundið út að í meirihluta tilfella geta karlmenn minnkað verulega þvagfæra- og blöðruhálskirtils vandamál með því að breyta mataræði sínu, sem felur einnig í sér að útiloka kaffi og koffín.

Algeng heilsufarsvandamál kvenna


Brjóstakrabbamein, fyrirtíðarspenna, slitgigt, ófrjósemisvandamál, fósturmissir, fyrirburafæðingar og vandamál tengd breytingarskeiði svo sem hitakóf aukast öll við það að innbyrgða koffín. Konur á getnaðarvarnarpillum eru sérstaklega í áhættuhóp þar sem pillan minnkar getuna til að skila út koffíini.

Öldrun

Mikið af fólki finnur fyrir því á fimmtugsaldrinum að þeir geta ekki lengur þolað sama magn af kaffi sem það þoldi á þrítugs- og fertugsaldri. Framleiðsla á DHEA, melatonnin og fleiri hormónum minnkar með aldrinum og koffín hjálpar líka til við að hraða því ferli.  Koffín þurrkar líkama
nn og stuðlar að öldrun á húð og nýrum. Það hefur sýnt sig að bæling á enduruppbyggingu á DNA og minnkun á getu til að hreinsa lifrina af úrgangsefnum.

Þreyta í nýrnahettum

Neysla á koffín leiðir til þreytu í nýrnahettum, sem leiðir svo til berskjöldunar gegn ýmissa heilsufarsvandamála í tengslum við bólgur, þrota og þreytu.