Mataræðið

14/01/2017
Mataræðið

Hversu flókið getur mataræði eiginlega verið? Flókið já og okkar upplifun er sú að fólk sé almennt bara að verða villtari og villtari í því hverju það eigi að næra sig á. Upplýsingum er hrúgað inn hjá okkur, lkl, 5/2, hráfæði, vegan, atkins, blóðflokka mataræðið, gsa, danski, glútenlaust, mjólkurlaust svo fáir séu nefndir. Auðvitað bara frábært að við fræðumst og lærum meira og fólki líður betur og léttist en síðan gerist eitthvað og einhverra hluta vegna hættum við. Förum að leyfa okkur smá, og síðan smá meira og meira og við fáum bara vonleysi yfir okkur. Hversu marga þekkir þú sem borða sykur á hverjum degi? Kannski þú ?

Hvað er málið? Afhverju borðum við ekki bara það sem okkur líður vel af og látum hitt í friði?

Þá er að girða sig og taka þetta á hnefanum. Hætta bara öllu og vakna holl/ur á morgun, hjóla í vinnuna og allt það.

Búin/n að reyna það ?  gengur í nokkra daga.

Ef ekki ok snilld, en ég held þó að einhver þekki þessar aðstæður.

Eftir yfir 20 ára pælingar í mataræði, hreyfingu og lífstíl höfum amk lært eitthvað af því sem er ekki að virka og hér eru topp 8 ástæðurnar svona til gamans:

 

8 algegnusta mistökin við að koma sér í form 2018 !

  1. Kaupa sér matseðil með haframjöli, flatkökum, skyr og þurrum kjúklingabringum og ætlast til að fólk borði það bara. Það sem að gerist þar er að jú þú ferð eftir matseðlinum í x tíma, missir fullt af kílóum og %, færð síðan ógeð á kjúklingabringum og salati, ferð að borða nammi og pamm, þú ert ekki að fara eftir matseðlinum lengum. Þá hefst ferli, eintóm óhollusta / mega hollusta, ss ójafnvægi, þú veist hvað þú þarft að gera til að komast í form en það er svo ekki spennandi að þú bara varla meikar það að fara á mataræðið aftur, hangir þarna á milli, mega hollt / mega óhollt. Þarna vantar jafnvægi og jafnvægið tel ég að finnist með þekkingu og skilningi.
  2. Fara á mataræði sem hentar þér kannski ekkert rosalega vel, þú léttist lítið sem ekkert þrátt fyrir að hafa gert hellings breytingar, sem er hundfúlt og hvað gerir maður þá, hættir „í aðhaldinu“
  3. Æfa mega mikið og taka mataræðið ekki í gegn nema með því að sleppa draslinu og ætla að borða ekkert í staðinn.
  4. Drekka of lítið vatn
  5. Borða of lítið
  6. Borða of mikið
  7. Borða of mikið af einföldum kolvetnum
  8. Sofa of lítið