Möndlur

Möndlur

Ég elska möndlur og borða þær daglega. Þær eru ekki bara bragðgóðar heldur eru þær líka dásamlega næringaríkar.

Möndlur eru mjög kalk, járn og prótein ríkar ásamt því að vera ríkar af E vítamíni sem er svoooo gott fyrir húðina, hárið og neglurnar, kalsíum til að styrkja beinin, magnesíum sem hjálpar þreyttum nýrnahettum , koma reglu á kólestrólið, þær innihalda góða uppsprettu af hollri fitu ásamt próteini sem veitir saðsemis tilfinningu og heldur blóðsykrinum stöðugum lengur.