Þarf ég að „hreinsa“ líkama minn ?

01/05/2017
Þarf ég að „hreinsa“ líkama minn ?

Við þurfum að hreinsa líkama okkar !

 

Hvað þýðir það að hreinsa líkamann og af hverju er hreinsun nauðsynleg?

Heilbrigð afeitrun er mikilvæg þar sem hún gerir okkur kleift að losa okkur við það sem nærir ekki líkama okkar.
Við lifum í eitruðu umhverfi og bæði öndum að okkur eiturefnum og borðum eiturefni á hverjum degi. Þegar eiturefni hafa náð að safnast fyrir í líkama okkar getur hann átt í stökustu vandræðum með að vinna vinnuna sína. Hann getur ekki sinnt efnaskiptunum fyllilega, afeitrað okkur, frásogað næringar- og steinefni eða komið í veg fyrir ofþornun. Afeitrun er nauðsynleg til að upplifa heilbrigði, hamingju og til að hjálpa okkur að verjast sjúkdómum.
Þó svo við náum ekki að afeitra okkur algerlega þá skiptir samt miklu máli að losa um uppsöfnunina á eiturefnunum reglulega. Við förum jú út með ruslið heima hjá okkur.

 

„Allir sjúkdómar eiga
upphaf sitt í meltingarveginum.“
Hippókrates

 

Heilbrigður og sterkur meltingarvegur er lykillinn að góðri heilsu.

Fæðan sem við nærum okkur á, ásamt utanaðkomandi álagi, getur veikt meltingarveg okkar.

 

Ef okkur langar til að líða betur og vera nærðari á öllum sviðum lífs okkar þá væri kannski bara svarið að bæta meltinguna. Og með bættri meltingu þá fengjum við betra frásog næringarefna sem myndi svo auðvitað leiða til betri næringar og betra lífs.  Næringu er síðan að finna í hinum ýmsu formum: Frá fæðunni á disknum okkar til umhverfisins sem við lifum í.

 

Góð melting minnkar bólgur og minni bólgur leiða til minni veikinda og sjúkdóma. Svo ég endurtaki mig: minni bólgur og þroti og þú getur minnkað líkurnar á sjúkdómum. Þú stjórnar hverju þú breytir í þínu lífi og uppskerð í samræmi við það.

Ertu stressuð/stressaður?

 

Í hvert skipti sem við upplifum streitu þá framleiðir líkaminn sýru sem leiðir svo til þess að líkaminn er knúinn til þess að losa sig við steinefni til að vinna á móti sýrunni. Síðan fer lifrin, sogæðakerfið og nýrun að vinna yfirvinnu til að sía út eiturefnin.
Þegar meltingarkerfi okkar vinnur ekki með okkur, og getur þar af leiðandi ekki brotið niður fæðuna, þá getur það ekki einbeitt sér að því að losa okkur við eiturefni. Sem þýðir að við losnum ekki við þrotann, fituna, útbrotin í húðinni og allt ruslið sem við þurfum að losa okkur við.

Með því að afeitra þig þá munt ÞÚ bæta meltingu þína og líkaminn mun verða mun meira lifandi og vakandi.

 

Mundu að við nærumst á fleiru en bara matnum á disknum okkar. Hreinsunin ætti að tengjast öllum sviðum lífs þíns sem þarfnast tiltektar. Hefur þú einhvern tíma tekið eftir því að fleira en bara matur getur haft áhrif á líkama þinn, eins og fólk, staðir og hlutir? Skoðaðu vel hvaða svið lífs þíns þarfnast tiltektar og losaðu þig við það sem nærir þig ekki. Hafðu hvíld, sjálfsskoðun og næringu að leiðarljósi meðan á hreinsuninni stendur, sama hversu upptekin/upptekinn þú ert.

Grunnurinn að næringarþjálfuninni hjá okkur, trainer.is er hreint mataræði og unnið markvisst að því að hreinsa líkamann án þess að þér þurfi að líða eins og þú sért að svelta eða þú vitir ekki nákvæmlega hvað þú eigir að borða.

Hugsaðu þér hversu verðmætt það er að læra það hvaða fæða fer vel í þig og hvaða fæða truflar þig.

 

Þú getur nálgast 10 daga hreinsun hjá okkur hér