Æfðu heima
3,900 kr.
Æfðu heima er snilldar þjálfunaráætlun sem allir ættu að geta framkvæmt.
Æfðu heima er þjálfunaráætlun sem sett er saman af tveimur þaulreyndum þjálfurum.
Þegar kemur að því að hreyfa sig þá skiptir miklu máli að það sé gert rétt.
Áætlunin er byggð upp sem grunn styrktarþjálfun. Sérstaklega er hugað að styrkingu og liðkun helstu vandamála svæða, hné, mjaðmir, bak, kviður axlir og háls.
Áætlunin inniheldur 8 mismunandi æfingar og öllum æfingunum fylgir upptaka sem sýnir framkvæmd æfinganna.
Einu áhöldin sem nauðsynleg eru við framkvæmd áætlunarinnar eru stuttar hringlaga teygjur. Einnig er hægt að nota lóð eða ketilbjöllur ef þær eru við höndina.
Mjög auðvelt er að stjórna álagi þjálfunarinnar, hvort sem þú vilt létta æfingu eða taka almennilega á því.