Shop
Product Details

10 mínútur á dag – MEÐGANGA

1,190 kr.

Lýsing

4 vikna grunn og viðhalds þjálfunaráætlun fyrir meðgöngu

Áætlunin er byggð upp sem grunnþjálfun sem framkvæmanleg er hvar sem er. Sérstaklega er hugað að styrkingu og hreyfingu kringum mjaðmir og efra bak. Engin sérstök tæki þarf fyrir þjálfunina annað en dýnu og létta teygju.

Þjálfun á meðgöngu getur spilað mikilvægt hlutverk í góðu heilsufari og vellíðan á meðgöngu. Það hefur veri sýnt fram á að konur sem stunda þjálfun á meðgöngu jafna sig fyrr eftir fæðingu og losna fyrr við aukakílóin. Auk þess hefur þjálfun jákvæð áhrif á svefn og skapferli. Sumar kannanir hafa leitt í ljós að fæðingin gengur betur og hraðar hjá konum sem hafa stundað reglulega þjálfun á meðgöngu og þær þurfa síður deyfilyf. Þjálfun getur auk þess minnkað líkur á algengum óþægindum meðgöngunnar s.s. bakverkjum, þreytu, þrota í fótum, harðlífi, og æðahnútum.

Áður fyrr var konum ekki ráðlagt að reyna á sig á meðgöngu en nú eru þær hvattar til að halda áfram að stunda þær þolæfingar sem þær eru vanar. Niðurstöður könnunar sem birtust í nýlegu riti American Journal of Obstetrics and Gynecology sýna fram á að hjá börnum kvenna sem stunduðu þjálfun á meðgöngu (65 til 110% af því sem þær voru vanar áður en þær urðu vanfærar) mátti greina jákvæð áhrif nokkrum dögum eftir fæðingu. Börnin voru fyrri til að örvast af umhverfinu og höfðu meiri áhuga á umhverfinu og sýndu meiri viðbrögð við hljóðum og annari vægri örvun og voru einnig værari en önnur börn. Könnunin var gerð á 5 daga gömlum börnum.