Grillað grasker sem leynir á sér

Grillað grasker sem leynir á sér

 

  • 1 grasker skorðið í helminga og fræhreinsað
  • 2 msk kókosolía eða ólífuolía
  • 1 tsk kanill
  • 1 tsk sjávarsalt
  • 1 tsk mulinn svartur pipar
  • 1/4 bolli steinselja, brytjuð niður
  • ½ bolli graskersfær, ristuð eða hrá
  • Kókosflögur

 

Hitið ofninn í 220 gráður.

Nuddið olíunni, kanilnum, sjávarsaltinu og piparnum á sárið á graskerinu og látið hliðarnar snúa niður í eldfasta mótið svo hýðið snúi upp.

Grillið graskerið í 40-45 mínútur.

Látið kólna þangað til það er hægt að handleika það. Afhýðið það þá síðan, skerið í bita og skellið í skál.

Berið fram með kókosflögum og graskersfræjum til skrauts. Einnig er gott að bera það fram með oggopínuponsu hráu hunangi fyrir sætleikann.